is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15943

Titill: 
 • Grunnskólinn sem vinnustaður nemenda : vernd gegn einelti
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að meta hvort rétt sé að skilgreina námsumhverfi barna í grunnskólum sem vinnustað þeirra og jafnframt greina hvort réttindi barna til verndar gegn einelti eru skilgreind og framkvæmd með nægilega skýrum og ábyrgum hætti hér á landi.
  Ritgerðin var unnin með því að rannsaka efni laga og reglugerða sem varða umhverfi skóla og starfsumhverfi vinnustaða og meta hvort börnum væru tryggð þau réttindi sem Samningur Sameinuðu þjóðanan um réttindi barnsins (Barnasáttmálinn) gerir kröfur til eða hvort ósamræmi væri til staðar.
  Ritgerðin skiptist í fimm hluta. Fyrsti hluti fjallar um að hvaða leyti námsumhverfi barna í grunnskólum, sbr. skilgreiningu grunnskólalaga, er sambærilegt almennu starfsumhverfi starfsmanna, og ef svo er, hvaða þýðingu það hafi í för með sér. Í öðrum hluta er fjallað um sögulega þróun hugtaksins einelti og rætt um mismunandi skilgreiningar fræðimanna. Í þriðja lagi er greint frá meginákvæðum Barnasáttmálans sem varða rétt barna til verndar gegn einelti. Í fjórða lagi er fjallað um markmið grunnskólalaga til að vernda börn gegn einelti í skólum og niðurstöður settar fram um hvort íslensk löggjöf veitir börnum þá vernd sem þeim er tryggð samkvæmt Barnasáttmálanum.
  Niðurstaða ritgerðarinnar er að þrátt fyrir að námsumhverfi barna í grunnskólum megi að nokkru leyti bera saman við starfsumhverfi starfsmanna á almennum vinnumarkaði, þá sé eðli grunnskólastarfs og sú vernd sem börnum er nauðsynleg þess eðlis að slíkur samanburður er til lítils. Einnig er í ritgerðinni sýnt fram á að þrátt fyrir að lög og reglugerðir grunnskólalaga skilgreini og fjalli um meginréttindi barna til að vera í hættulausu og heilsusamlegu námsumhverfi, þá séu íslensk lög ekki í fullu samræmi við Barnasáttmálann. Því er lagt til að grunnskólalög verði endurskoðuð til að tryggja samræmi við grundvallarákvæði Barnasáttmálans. Að lokum er lagt til að stofnanaleg umgjörð fagráðs eineltismála verði styrkt og álit þess verði bindandi með þeim hætti að það m.a. geti breytt ákvörðun skólastjóra.

 • Útdráttur er á ensku

  The primary purpose of this thesis is to discuss whether "school workplace" as defined in the Elementary School Act no. 91/2008 is equivalent to a traditional workplace, and the significance of any similarity in meaning between these terms.
  A research was conducted by studying legislative sources including statutory law and regulations and analysis made to evaluate whether Icelandic legislation sufficiently safeguards children´s rights to be protected from bullying as defined in the United Nations Convention on the Rights of the Child (CRC) or whether gaps or inconsistencies exist.
  The thesis consists of five parts. First, different definitions of this terminology are discussed as to whether the elementary school environment as defined in Elementary School Act is equivalent to a traditional workplace and, if so, what significances it has. Second, the historical aspect of bullying is briefly explained and different definitions discussed. Third, a brief analysis is offered about CRC´s key articles that address the right of children to be protected against bullying. Fourth, goals of Icelandic legislation to protect children against bullying in schools are discussed and conclusions then drawn as whether Icelandic laws guarantee children the protection ensured in the CRC.
  In this thesis it is argued that even though elementary school environment shares some of the same features of traditional workplace, too much dissimilarity exists for comparison to be useful and constructive. Furthermore, despite laws and regulations that define key rights of children to study in a safe and healthy environment in elementary schools, Icelandic laws do not fully comply with CRC´s fundamental articles. It is therefore recommended that a revision of various laws related to children´s school environment (i.a. Elementary School Act) is made to ensure consistency with CRC fundamental principles. Furthermore, the already established panel of experts should be given greater authoritative power, such that they can uphold, modify or reverse decisions of school principals.

Samþykkt: 
 • 3.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15943


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð í lögfræði_AHG.pdf890.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna