Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15946
With arbitration becoming a common way of solving international commercial disputes, issues not considered capable of being arbitrated are diminishing. Arbitrators are therefore not prohibited from applying various mandatory rules, including European competition law, to a certain extent. When concluding an agreement, parties must have regard to competition law issues to make sure that the agreement is not contrary to those principles. These two different legal fields are therefore bound to intersect. Competition law experts have held that arbitration could be a threat to effective competition law enforcement. On the opposite, arbitration experts have argued that competition law can pose a threat to well established principles of arbitration, the finality of arbitral awards and the principle of party autonomy.
The Court of Justice of the European Union has stated that Articles 101 and 102 of the Treaty on the Functioning of the European Union cannot be derogated from and are a matter of public policy. In the light of the mandatory nature of these provisions, it raises the question whether arbitrators are under a duty to apply them on their own motion, even if it would oblige them to abandon the passive role assigned to them. Additionally, this discussion leads to the question whether national courts review arbitral awards on the merits, in order to ensure the proper application of European competition law.
It can be argued that arbitrators should only apply European competition law ex officio when such violations are obvious. However, because of the complexity of European competition law, violations are seldom obvious. Furthermore, national courts rarely refuse enforcement of arbitral awards on the grounds of public policy, which supports the view that arbitrators should not apply European competition law ex officio, if it would oblige them to abandon the passive role assigned to them.
Gerðardómsmeðferð er orðin hefðbundin leið til þess að leysa deilur sem rísa í tengslum við alþjóðlega viðskiptasamninga. Þar sem slíkar leiðir færast í aukana, þá fækkar álitaefnum sem áður voru ekki talin hæf til gerðardómsmeðferðar. Gerðarmönnum er því heimilt að beita ýmsum ófrávíkjanlegum reglum, þar með talið evrópskum samkeppnisrétti að ákveðnu leyti. Þegar aðilar gera með sér samning, þurfa þeir að hafa viðeigandi samkeppnislög í huga til þess að ganga úr skugga um að samningurinn gangi ekki gegn slíkum reglum. Samspil þessara tveggja réttarsviða er því óhjákvæmilegt. Sérfræðingar í samkeppnisrétti hafa haldið því fram að gerðardómsmeðferðir geti ógnað skilvirkni samkeppnisréttar, en á hinn bóginn hafa sérfræðingar í gerðardómsrétti haldið því fram að samkeppnisréttur geti ógnað meginreglunum um bindandi áhrif gerðardómsúrlausna og málsforræði aðila.
Evrópudómstóllinn hefur staðfest það að ákvæði 101 og 102 Evrópusáttmálans (TFEU) séu ófrávíkjanleg og teljast sem hluti af allsherjarreglu. Í ljósi þess mætti spyrja þeirrar spurningar hvort gerðarmenn hefðu þá skyldu að beita ákvæðunum að eigin frumkvæði, jafnvel þrátt fyrir að þeir myndu hverfa frá því hlutleysi sem þeim er gert að gæta. Þetta vekur einnig upp þá spurningu hvort dómstólar ríkja endurskoða gerðardómsúrlausnir efnislega til þess að ganga úr skugga um það hvort að evrópskum samkeppnisrétti hafi verið beitt á viðeigandi hátt.
Hægt er að færa rök fyrir því að gerðarmenn ættu aðeins að beita evrópskum samkeppnisrétti að eigin frumkvæði þegar brot á þeim reglum eru auðsjáanleg. Þó er túlkun evrópsks samkeppnisréttar oft tímafrek og flókin og því eru brot sjaldan auðsjáanleg. Þá má nefna að dómstólar ríkja hafna sjaldan fullnustu gerðardómsúrlausna á grundvelli allsherjarreglu, sem styður þá skoðun að gerðarmenn ættu aðeins að beita evrópskum samkeppnisrétti að eigin frumkvæði að því gefnu þeir hverfi ekki frá því hlutleysi sem þeim er gert að gæta.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
E.D.Olafsson-EUCL-Arbitration-L.pdf | 526.74 kB | Lokaður til...30.05.2133 | Heildartexti |