is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15947

Titill: 
  • Frelsissvipting ungra hælisleitenda við ólögmæta landgöngu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Efni ritgerðarinnar er frelsissvipting ungra hælisleitenda við ólögmæta landgöngu. Markmiðið er að leita svara við því hvort slíkt sé yfir höfuð leyfilegt, í hvaða tilvikum og á hvaða grundvelli. Fá börn án fylgdar hafa leitað hælis hér á landi. Ritgerðin varpar þó ljósi á að á árinu 2012 leitaði til landsins aukin fjöldi ungra hælisleitenda en vafi lék á aldri þeirra. Meginreglan er sú að þegar vafi leikur á aldri, á að koma fram við viðkomandi eins og barn þar til annað hefur verið sannað. Í upphafi ritgerðar er gerð grein fyrir umgjörð og regluverki sem gildir um réttarstöðu ungra hælisleitenda. Þar á eftir er sjónum beint að aðferðum við greiningu á aldri þeirra. Er þar horft til þeirra áhrifa sem möguleg breyting á túlkun ákvæða Dyflinnarreglugerðarinnar getur haft á ábyrgð ríkisins á meðferð hælisumsókna. Því næst eru kortlögð þau skilyrði sem gerð eru í íslenskum lögum fyrir landgöngu hælisleitenda. Ritgerðin færir rök fyrir því að nauðsynlegt getur reynst að vista ungan hælisleitenda í gæsluvarðhald meðan rannsakað er hver viðkomandi er. Gæsluvarðhaldi skal þó einungis beitt ef sama markmiði verður ekki náð með öðru vægara úrræði. Af dómi Hæstaréttar í máli nr. 430/2012 er dregin sú ályktun að heimilt er að svipta unga hælisleitendur frelsi við eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Annars vegar að vista skuli barn við barnvinsamlegar aðstæður. Hins vegar að vista skuli ófullveðja einstakling frá fullorðnum. Ritgerðin færir rök fyrir því að þau skilyrði eru ekki uppfyllt í framkvæmd. Er því í lokakafla ritgerðarinnar vikið að tillögu um annað vistunarúrræði sem felst í stofnun sérstakrar móttökumiðstöðvar fyrir hælisleitendur. Er í því samhengi litið til ákvæða norskra útlendingalaga um vistun barna í móttökumiðstöð við ólögmæta landgöngu. Ætla má að ef slík móttökumiðstöð verður að veruleika hér á landi getur hún verið liður í jákvæðri réttarþróun um réttindi fylgdarlausra barna.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis examines the deprivation of liberty of young asylum seekers who enter Iceland illegally. The object of this thesis is to examine whether, and in what circumstances, this deprivation of liberty is permitted by law. This thesis will reveal that in the past year there has been an unusually large number of young persons seeking asylum in Iceland without reliable documentation about their age and will discuss the impacts of the likely increase in this number due to changes in the interpretation of European law. This thesis begins by presenting the regulatory framework that governs the legal status of young asylum seekers. It then discusses the methods used in age analysis and outlines the state’s legal responsibility for an asylum claim. The law that governs legal entry into Iceland is examined to conclude that the detention of a young asylum seeker in order to verify their identify may be permitted in exceptional circumstances after a full consideration of all possible alternatives to detention. This thesis will also demonstrate an individual in question shall have the benefit of the doubt as to their age, until a further assessment has been made. The practical implications of this principle will be examined using the judgment of the High Court of Iceland, no. 430/2012. Then a close examination is taken of two pre-conditions to depriving the liberty of young asylum seekers: that asylum seekers must not be detained in jail cells, and that every child deprived of their liberty must be separated from adults. This thesis finds that these pre-conditions are not met in Iceland. This thesis concludes by evaluating the Norwegian experience with asylum seeker reception centres to propose that Iceland should establish a special asylum seeker reception centre to prevent the detention of unaccompanied children in the future.

Samþykkt: 
  • 3.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15947


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frelsissvipting ungra hælisleitenda við ólögmæta landgöngu..pdf989.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna