is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15954

Titill: 
  • Hefur embætti landlæknis nægilegar eftirlitsheimildir samkvæmt lögum nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða hvort heimildir Embættis landlæknis til eftirlits með heilbrigðisþjónustu séu nægilegar í gildandi lögum nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu. Í ljósi tveggja nýlegra leiðbeinandi svara frá Persónuvernd nr. 2012/96 og nr. 2012/185 hafa komið upp vangaveltur um það hvort Embætti landlæknis hafi nægilegar heimildir til að viðhafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt niðurstöðu Persónuverndar í umræddum leiðbeinandi svörum hefur Embætti landlæknis ekki heimild til að fá persónugreinanlegar upplýsingar frá lýtalæknum um þær konur sem fengið hafa brjóstafyllingar. Umfjöllun þessarar ritgerðar tekur sérstaklega mið af þeim lagaákvæðum sem á reynir við eftirlit embættisins með öflun upplýsinga og gagna. Embætti landlæknis hefur í fyrsta lagi heimildir til að afla gagna og upplýsinga vegna eftirlits síns í II. kafla laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu. Þá reynir í öðru lagi á grundvallarréttindi manna til að njóta friðhelgi einkalífs sem varin eru í 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Í þriðja lagi eru þau lög sem sett hafa verið til verndar friðhelgi einkalífsins og meðferð persónuupplýsinga, þ.e. lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem gilda um alla vinnslu persónuupplýsinga.
    Sérstök áhersla er lögð á að fjalla um þá réttaróvissu sem skapast hefur um heimildir Embættis landlæknis til að kalla eftir persónugreinanlegum upplýsingum á grundvelli 7. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu í ljósi niðurstöðu Persónuverndar í leiðbeinandi svörum nr. 2012/96 og nr. 2012/185. Varpað verður ljósi á þau álitaefni sem upp komu vegna gagnaöflunar Embættis landlæknis og niðurstöðu Persónuverndar. Talið er að svör Persónuverndar um heimildir embættisins til upplýsingaöflunar veki réttmæta athygli á því að lagaumgjörð Embættis landlæknis sé ekki nægilega skýrt. Nauðsynlegt er að bæta úr því þannig að eftirlitið sé árangursríkt.

Samþykkt: 
  • 3.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð - LOKAEINTAK.pdf650.6 kBOpinnPDFSkoða/Opna