Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/15955
Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka hvaða réttarverndar ritstjórnarlegt sjálfstæði nýtur samkvæmt íslenskum lögum. Með ritstjórnarlegu sjálfstæði er í þessu samhengi átt við sjálfstæði fjölmiðlamanna gagnvart eigendum þeirra fjölmiðlaveitna er þeir starfa hjá. Tekin eru til umfjöllunar ákvæði laga um fjölmiðla nr. 38/2011 sem varða ritstjórnarlegt sjálfstæði beint og óbeint og kannað hvort þau stuðli nægjanlega að ritstjórnarlegu sjálfstæði. Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um mikilvægi tjáningarfrelsis fjölmiðlamanna sem og skyldur þeirra til að virða friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. Þá er fjallað um reglur fjölmiðlalaga sem varða gagnsæi eignarhalds fjölmiðla. Fjallað er um reglur sem sporna eiga gegn samþjöppun á fjölmiðlamarkaði en nýlega hafa verið lögfestar reglur um aukið samrunaeftirlit á fjölmiðlamarkaði og eftirlit með fjölræði og fjölbreytni fjölmiðla.
Þá eru teknar til sérstakrar umfjöllunar ábyrgðarreglur fjölmiðlalaga og til samanburðar fjallað um sambærilegar reglur sem gilda í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Fjallað er um hvort ábyrgðarreglur fjölmiðlalaga stuðli nægilega að ritstjórnarlegu sjálfstæði sem og um skyldur fjölmiðlaveita til að setja sér reglur þar að lútandi.
Þegar ábyrgðarreglur fjölmiðlalaga kveða á um of víðtæka ábyrgð fjölmiðlamanna getur það stuðlað að aukinni sjálfsritskoðun þeirra. Aftur á móti er einnig mikilvægt að fjölmiðlamenn sýni ábyrgð í sínum störfum og að ábyrgð á efni fjölmiðla hvíli hjá þeim aðilum sem fara með ritstjórnarlegt ákvörðunarvald. Kveða fjölmiðlalögin á um að fjölmiðlaveita beri ábyrgð á greiðslum sekta eða skaðabóta fyrir hönd starfsmanna hennar vegna brota þeirra í starfi. Getur slíkt skapað hagsmunavanda og aukið hættu á afskiptum eigenda af ritstjórnarlegum ákvörðunum. Því er mikilvægt að á milli ritstjórnar og eigenda fjölmiðlaveitu séu í gildi skýrar reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði.
Editorial independence and media liability rules
The purpose of this thesis is to examine the scope of legal protection of editorial independence under Icelandic law. Editorial independence is an essential requirement for media and a direct corollary of freedom of expression. In this context, the concept editorial independence refers to the rights of journalists and editors to be preserved from proprietorial interference in their editorial work.
This thesis examines various provisions of the Icelandic media law that promote editorial independence. It discusses provisions regarding media transparency as well as rules designed to counteract concentration in the media market. The main subject is however media liability rules and their influence on editorial independence. In comparison media liability rules in Denmark, Sweden and Norway are examined. The question is raised whether media liability rules support editorial independence.
Media liability rules are especially important for editorial independence. When the media liability rules impose too great of a responsibility on journalists it is likely to contribute to increased self-censorship. Nevertheless, it is also important that journalists are responsible in their work. Clear rules concerning editorial independence are therefore vital; both for editorial staff and owner of the media.
Icelandic media law stresses that the media enterprises themselves undertake liability for fines and costs imposed on members of their editorial staff, which can cause conflict of interest and increase the risk that owners interfere with editorial decisions. Editorial independence requires effective separation between ownership and control over media content. It is therefore important to establish effective rules on editorial independence between editorial staff and media owners.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
ML Ritgerð - Hulda Ösp - Háskólinn í Reykjavík.pdf | 1.99 MB | Open | Heildartexti | View/Open |