is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15959

Titill: 
 • Endurheimt ávinnings af brotum
 • Titill er á ensku Recovery of proceeds of crime
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er leitast á við að svara því hvort þau úrræði sem til staðar eru á Íslandi til að endurheimta ávinning af brotastarfsemi fullnægi því hlutverki að varna því að brotamaður njóti ávinnings af broti sínu.
  Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um þær bráðabirgðaráðstafanir sem tiltækar eru hér á landi til að tryggja að ávinningur og þeir hlutir sem tengjast framningu brots verði til staðar við uppkvaðningu dóms. Í því skyni er lagaumhverfið borið saman við lagaumhverfið í Danmörku og Noregi með það að markmiði að kanna hvort íslenska lagaumhverfið búi yfir fullnægjandi heimildum til að varna því að brotamaður geti skotið ávinningi undan. Niðurstaðan er sú að lagaumhverfi bráðabirgðaráðstafana er talið fullnægja þeim áskilnaði en þó er gerð ein tillaga til úrbóta sem miðar að því að innleiða heimild til bráðakyrrsetningar líkt og gert er ráð fyrir í Noregi
  Í seinni hluta ritgerðarinnar er fjallað um lagaumhverfi upptökuheimilda í íslenskum rétti og það borið saman við lagaumhverfið í Danmörku, Noregi og á Írlandi. Þá er fjallað um réttaraðstoð og alþjóðlega samvinnu sem varðar endurheimt ávinnings af brotum. Einnig er tekið til skoðunar hvernig samanburðarlöndin leggja áherslu á þann þátt málsins er varðar upptöku og hvernig uppbyggingu embætta er háttað með vísan til endurheimtar ávinnings.
  Að lokum eru niðurstöður dregnar saman, en af þeim má ráða að með breytingarlögum nr. 149/2009 var tekið stórt framfaraskref í áttina að því að færa lagaumhverfi upptöku nær því sem tíðkast á Norðurlöndunum og til samræmis við þær alþjóðaskuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir. Niðurstaðan er sú að almennt er lagaumhverfið til þess fallið að varna því að brotamaður njóti ávinnings af broti sínu. Þó eru gerðar tillögur þess efnis að upptaka ávinnings verði skyldubundin, dómara verði heimilt að dæma upptöku án kröfu ákæruvalds og að heimilt verði að gera upptökukröfur í þeim tilvikum þar sem fyrir liggur að ávinningur hafi orðið af broti en hann ekki til staðar við uppkvaðningu dóms. Þá er mælt með að sett verði á fót svokölluð ARO´s skrifstofa hér á landi.

 • Útdráttur er á ensku

  The object of this thesis is to answer the question of whether the measures provided in the Icelandic legal system to recover proceeds of crime is sufficient to meet the purpose that crime should not pay.
  The former part of the thesis discusses the preliminary measures provided in Iceland to temporarily prohibiting the transfer of the proceeds of crime and the items related to crimes, for the purpose of eventual confiscation. The legal environment in Denmark and Norway was explored to answer the question whether the measures in Iceland are sufficient to enable the freezing and seizure of the proceeds of crime. The conclusion was that the legal environment is sufficient although one recommendation was made regarding the freezing order in Iceland.
  The latter part of the thesis discusses the measures provided in the Icelandic legal environment to confiscate the proceeds of crime and items related to crime. The legal environment was compared to the legal environment in Denmark, Norway and Ireland to seek the answer whether the measures are sufficient in order to confiscate the proceeds of crime in an efficient way. Furthermore, the thesis discusses mutual assistance and cooperation between national authorities. It also takes into consideration how the comparison countries focus on that aspect of recovery of proceeds of crime in relation to the infrastructure in each country.
  The conclusion of the thesis is that the Icelandic General Penal Code No. 19/1940 as amended by Act No. 149/2009 is in general sufficient to confiscate proceeds of crime. Regardless some recommendations where made, i.e. that confiscation of proceeds of crime should be mandatory, judges should be able to confiscate proceeds of crime without the request of the prosecution, judges should be able to confiscate proceeds of crime in cases after the trial if the proceeds was not found in the criminal case, but is found later. Finally it is recommended that a so-called ARO's office should be designated in Iceland.

Samþykkt: 
 • 3.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Endurheimt ávinnings af brotum.pdf737.58 kBLokaður til...13.05.2043HeildartextiPDF