is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15961

Titill: 
  • Skattalegur samruni og samsköttun móður- og dótturfélaga yfir landamæri innan EES
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðar þessarar er að leitast við að varpa ljósi á hvort íslenskar skattareglur um skattalegan samruna og samsköttun móður- og dótturfélaga séu í samræmi við fjórfrelsisreglur EES-samningsins og samrýmist þar af leiðandi þeim skilyrðum og skyldum sem íslenska ríkið hefur tekið sér á hendur með aðild að EES.
    Eitt af meginmarkmiðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið er að koma á sameiginlegum innri markaði og tryggja einsleitni reglna innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þó að skattkerfi og skattlagningarvald aðildarríkja EES falli að meginstefnu utan gildissviðs EES-samningsins verða aðildarríkin engu að síður að beita skattlagningarrétti sínum í samræmi við fjórfrelsisákvæði samningsins.
    Fjallað er ítarlega um ákvæði 51. og 55. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, um samruna og samsköttun, ásamt umfjöllun um þá dóma Evrópudómstólsins er tengjast viðfangsefninu. Að auki er gerð grein fyrir samrunatilskipunum Evrópusambandsins og hliðstæðum skattareglum í tveimur nágrannaríkjum okkar.
    Núgildandi ákvæði íslenskra tekjuskattslaga, um samruna og samsköttun, hafa aðeins verið talin eiga við um félög með heimilisfesti hér á landi og hefur ákvæðunum verið beitt á þann hátt í framkvæmd. Ákvæði 51. og 55. gr. tsl. gera þar af leiðandi aðeins ráð fyrir að félög með heimilisfesti á Íslandi geti notið þess skattahagræðis er felst í skattfrjálsum samruna og fengið heimild til samsköttunar. Þetta afdráttarlausa bann við skattfrjálsum millilandasamruna og samsköttun með félögum með heimilisfesti erlendis, felur í raun ekki í sér mismunun gagnvart erlendum félögum þar sem skattfrjáls millilandasamruni og samsköttun er yfir höfuð ekki heimil hvort sem um íslensk eða erlend félög er að ræða. Reglurnar takmarka hins vegar rétt félaga með heimilisfesti hér á landi til að ná staðfestu á erlendri grundu og leggja aukakostnað á innlend félög sem starfa á alþjóðavettvangi. Slíkar takmarkanir hefur Evrópudómstóllinn talið fara í bága við 49. gr. EB, um staðfesturétt, og þar af leiðandi vera ólögmætar hindranir.

  • Útdráttur er á ensku

    Cross-border mergers and group taxation across borders within the EEA
    The subject of this thesis is to attempt to answer the question whether Icelandic tax rules, concerning taxable mergers and joint taxation between parent companies and subsidiaries, are consistent with the fundamental principle of freedoms of the EEA Agreement and therefore complies with the requirements and obligations which the Icelandic government must fulfill as a member of the EEA.
    One of the principal objectives of the EEA Agreement is to establish an internal market and ensure uniformity of rules within the European Economic Area. While the EEA Member States taxation system and allocation of taxing powers fall in principle outside the scope of the EEA Agreement, the EEA States must, nevertheless, exercise their taxation power consistent with EEA law.
    The discussion will focus on the provisions of Article 51 and 55 of the Income Tax Act, concerning mergers and group taxation, along with comprehensive discussion about related ECJ judgments. In addition, the merger directive, cross-border merger directive and comparable tax rules in two of our neighboring countries will be discussed.
    The current provisions of Icelandic tax law on mergers and group taxation have only been considered applicable to companies resident in Iceland and therefore applied in that manner. The provisions of Article 51 and 55 of the Income Tax Act do, therefore, only assume that companies resident in Iceland can enjoy the tax benefits which are involved in tax-free mergers and group taxation. This unconditional prohibition of tax-free cross-border mergers and group taxation across borders does not really discriminate foreign companies because tax-free cross-border mergers and group taxation across borders is de facto not allowed, whether the companies involved are Icelandic or foreign. The rules, however, restrict the lawful right of companies resident in Iceland to get established on foreign ground and impose additional cost on domestic companies that operate on global markets. The ECJ has considered such restrictions in breach of Article 49 EC on the freedom of establishment and therefore to be an unlawful obstacles.

Samþykkt: 
  • 3.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MVS_samr&samsk_2013-læst.pdf798,17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna