is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15965

Titill: 
 • Refsivernd óeinkennisklæddra lögreglumanna
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessarar ritgerðar er afmörkun á refsivernd óeinkennisklæddra lögreglumanna innan ákvæða 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með hliðsjón af dómaframkvæmd í sakamálum er varða brot gegn óeinkennisklæddum lögreglumönnum. Gerð verður grein fyrir þeim heimildum sem gilda um störf óeinkennisklæddra lögreglumanna. Verður 106. gr. hgl. gerð skil með áherslu á þau refsiréttarlegu atriði ákvæðisins er snúa að refsivernd og litið til norræns réttar til samanburðar. Þá verður leitast við að afmarka þau atriði er áhrif hafa haft á sönnunarmat í dómaframkvæmd hérlendis vegna brota gegn óeinkennisklæddum lögreglumönnum. Loks verður leitast við að svara þeirri spurningu hver raunveruleg refsivernd óeinkennisklæddra lögreglumanna er á grundvelli 106. gr. hgl.
  Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær helstar að torveld sönnunarbyrði um huglæga afstöðu geranda á verknaðarstundu dregur úr raunhæfu gildi þeirrar auknu refsiverndar lögreglumanna sem leiðir af ákvæðum 106. gr. hgl. Huglægri afstöðu til opinbers starfs, sem verknaðaraðstæðna í verknaðarlýsingu 106. gr. hgl., virðist að meginreglu mega jafna til ásetnings í þeim tilvikum er lögreglumenn eru einkennisklæddir á verknaðarstundu. Hafi lögreglumaður hins vegar þá verið óeinkennisklæddur ræðst sönnunarmat dómara, á huglægri afstöðu geranda, af þeim atvikum hverju sinni, er telja sýna fram á það, svo ekki verði véfengt með skynsamlegum rökum, að geranda hafi staðið ásetningur til að beina broti að lögreglumanni.
  Þá virðist mega leiða það af dómaframkvæmd að ákveðin hlutlæg atriði megi vera metin leiðbeinandi um huglæga afstöðu geranda til opinbers starfs óeinkennisklæddra lögreglumanna. Á það helst við um það sem fram þykir komið hverju sinni um framvísun viðkomandi lögreglumanna á lögregluskilríkjum með hliðsjón af þeirri meginreglu 1. mgr. 6. gr. reglugerðar um lögregluskilríki og notkun þeirra nr. 1052/2006, að óeinkennisklæddum lögreglumanni beri að jafnaði, að gera borgara það ljóst að hann sé lögreglumaður áður en hann beri upp erindi sitt við viðkomandi og það geti hann gert með lögregluskilríkjum.

 • The main object of this thesis is to define criminal law protection of plain-clothed police officers in Iceland, according to article 106 of the General Penal Code No 19/1940, in terms of the case law dealing with criminal acts against plain-clothed police officers. Article 106 is addressed, emphasising the issues of criminal remedies within the stipulation that deal with criminal law protection. Comparison is also made with the Penal Code of other Nordic countries. The thesis will strive to define those issues that have influenced the evidentiary assessment in case law based upon criminal acts against plain-clothed police officers. Finally, the thesis will endeavour to define the actual criminal law protection of plain-clothed police officers based on article 106.
  The main conclusion in the thesis is that the difficulty in burden of proof when assessing the subjective attitude of the accused at the precise moment of perpetrating the criminal act, reduces the actual value of the increased criminal law protection of police officers, that can be deferred from the stipulations in article 106. The subjective attitude of the accused towards civil servants, constituting the situation of the criminal act in its description in article 106, appears to be in principal equal to intent in those instances when police officers are in uniform.
  Icelandic case law also seems to suggest that certain subjective issues can be assessed as indicative of subjective attitude towards the civil servant aspect of plain-clothed police officers. This applies in particular to the verification of the presentation of police identification by the police officer in question, keeping in mind the principle in article 6 in the regulation on police identification and its use no 1052/2006.

Samþykkt: 
 • 4.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haskolaprent.pdf448.05 kBLokaður til...21.05.2025HeildartextiPDF