Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/15966
Eftir efnahagshrunið hafa vaknað upp spurningar hvort breytinga sé þörf á uppbyggingu bankakerfisins. Þessi staða er hinsvegar ekki séríslensk og hefur alþjóðasamfélagið verið að skoða hvort breytinga sé þörf í uppbyggingu bankakerfisins hjá þeim og þá sérstaklega hvort þörf sé á því að aðskilja bankastarfsemi að einhverju leyti, þá helst viðskiptabanka- og fjárfestingastarfsemi. Kemur þetta til þar sem viðskiptabankar sinna fjölbreyttum og mikilvægum hlutum í daglegu lífi einstaklinga og fyrirtækja og hefur það því vakið upp efasemdir hvort eðlilegt sé að tengja hana við áhættusama fjárfestingastarfsemi.
Tilgangur ritgerðarinnar var að fjalla um aðskilnað fjárfestinga- og viðskiptabanka út frá 3. gr. laga nr. 121/2002 um fjármálafyrirtæki. Nauðsynlegt var að finna út hvað felst í hvoru hugtakinu og hversu tengd starfsemi þetta er. Í ljós kom að eina sem aðskilur þessa tvo banka í dag er heimild viðskiptabanka til að taka á móti innlánum almennings. Skoðuð voru einnig rök með og á móti aðskilnaðnum ásamt því að gert var grein fyrir tillögum nefnda sem starfræktar voru í þeim tilgangi að skoða mögulega breytingu á uppbyggingu banka. Kom í ljós að ákveðin vandamál geta myndast í starfsemi stórra banka sem mögulegt er að koma í veg fyrir með að aðgreina ákveðna grunnstarfsemi viðskiptabankaþjónustu frá áhættusamri fjárfestingastarfsemi.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
ML_Ritgerd_Runar_Agust-locked.pdf | 532,58 kB | Locked Until...2032/10/30 | Heildartexti |