is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15973

Titill: 
  • Birtingarmyndir skipulagðrar brotastarfsemi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að leiða í ljós hvernig og hvenær unnt er að beita ákvæði 175. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem gerir skipulagða brotastarfsemi refsiverða. Jafnframt hvort ákvæðið skuli koma til skoðunar við heimfærslu háttseminnar til refsiákvæða þegar brot er framið af þremur eða fleiri einstaklingum sem ekki tilheyra samtökum sem skilgreind hafa verið sem skipulögð brotasamtök.
    Takmörkuð svör er að fá úr dómaframkvæmd hér á landi þar sem einungis einu sinni hefur reynt á ákvæði 175. gr. a fyrir dómi. Fjallað er um helstu birtingarmyndir skipulagðrar brotastarfsemi, þ.e. fíkniefnabrot, ofbeldisbrot, mansal og vændi. Við athugun á því hvenær og hvernig unnt er að beita ákvæðinu var litið til dóma Hæstaréttar þar sem umrædd brot voru framin eftir lögfestingu ákvæðisins en því ekki beitt við heimfærslu háttseminnar til refsiákvæða. Í þeim tilfellum sem slíkum dómum var ekki til að dreifa var litið til dóma Hæstaréttar fyrir lögfestingu ákvæðisins og héraðsdóms fyrir og eftir lögfestingu þess. Háttsemin var heimfærð undir 175. gr. a og skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins skoðuð. Við samningu íslenska ákvæðisins var ákvæði norsku hegningarlaganna haft til hliðsjónar og verður því gerð grein fyrir ákvæðum norsku hegningarlaganna um skipulagða brotastarfsemi. Einnig verður litið til framkvæmdar Hæstaréttar Noregs á ákvæðunum til þess að varpa ljósi á það hvenær og hvernig þeim hefur verið beitt þar í landi.
    Samantekt og niðurstöður ritgerðarinnar sýna að fíkniefnabrot og brot er varða mansal eru oftar en ekki þaulskipulögð og brotamennirnir yfirleitt fleiri en tveir. Af þeirri ástæðu ætti ákvæðið ávallt að koma til skoðunar við heimfærslu háttseminnar til refsiákvæða. Aftur á móti verður að meta í hverju tilviki fyrir sig þegar um ofbeldisbrot er að ræða, hvort þau hafi verið framin af skipulögðum brotasamtökum og hvort ákvæðið eigi að koma til skoðunar við heimfærslu háttseminnar til refsiákvæða.

Samþykkt: 
  • 4.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birtingarmyndir Skipulagðrar Brotastarfsemi.pdf762.42 kBLokaður til...31.12.2030HeildartextiPDF