is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15974

Titill: 
 • Kynferðisbrot gegn fötluðum og afleiðingar þeirra - Rannsókn á íslenskum dómum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna umfang kynferðisbrota gegn fötluðum. Gerð var dómarannsókn þar sem þolendur voru fatlaðir. Skoðaðir voru dómar Hæstaréttar frá stofnun réttarins árið 1920 til ársloka 2012 þar sem ákært var fyrir brot gegn þágildandi 196. gr. auk gildandi 2. mgr. 194. gr. og 197. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Einnig var leitað dóma þar sem fram kom í dómsorði að þolandi ætti við fötlun að stríða og ákært var fyrir brot gegn öðrum ákvæðum XXII. kafla hegningarlaganna. Í ljósi þess hve fáir dómar fundust var ákveðið að skoða alla héraðsdóma á tímabilinu 1. janúar 1992 til ársloka 2012, sem ekki hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og vörðuðu sömu leitarskilyrði.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að í nærri 71% málanna var greint frá mjög alvarlegum kynferðisbrotum. Einnig kemur fram að fatlaðir drengir eru í meiri hættu á að verða fyrir kynferðisbroti en karlmenn almennt. Í ljós kom ákveðinn aldurshópur gerenda sem brjóta gegn andlega fötluðum stúlkum en karlmenn sextugir og eldri voru alls tæplega 20% af heildarfjölda gerenda í rannsókninni.
  Skoðaðar voru sambærilegar erlendar rannsóknir og leiddu þær í ljós svipaðar niðurstöður og dómarannsóknin bar með sér en þó ekki alltaf. Í erlendum rannsóknum kom fram mun hærra hlutfall þess að brotaþoli og gerandi þekktust en í dómarannsókninni. Hvað varðar tíðni brota kom í ljós að brotin eru mun oftar margendurtekin en kemur fram í niðurstöðum dómarannsóknar.
  Afleiðingar brotanna á þolendur voru skoðaðar út frá upplýsingum úr dómum og bornar saman við hliðstæðar erlendar rannsóknir. Niðustöður voru svipaðar. Niðurstöður rannsóknarinnar í heild sýna að kynferðisbrot gegn fötluðum eru mjög viðamikil og algeng. Svipta þarf hulunni af þessum brotum og taka til gagngerrar umræðu í samfélaginu.

Samþykkt: 
 • 4.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynferðisbrot gegn fötluðum og afleiðingar þeirra.pdf894.58 kBLokaður til...01.05.2133HeildartextiPDF