is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15987

Titill: 
  • Habitus og viðhorf til vímuefna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar við lítum yfir samfélagið sem við búum í er okkur tamt að sjá mismunandi hópa fólks. Þessir hópar hafa gjarnan mismunandi, smekk, skoðanir og viðhorf og mögulega teljum við okkur tilheyra einhverjum ákveðnum hópi fólks. Við erum félagsverur og sækjum í félagsskap annarra. Fólkið sem við umgöngumst eru gjarnan þeir sem hafa svipaða eiginleika og við sjálf. Flestir líta á sig sem hluta af einhverjum hóp innan samfélagsins. Sumir leggja sig jafnvel fram við að láta aðra taka eftir því hvaða hóp þeir tilheyra. Einstaklingar eiga það líka til að flokka annað fólk niður í hópa, þrátt fyrir að það sé greinilegur einstaklingsmunur innan hópanna. Þessir hópar geta verið fámennir og sértækir eða stórir almennir hópar eins og fólk af sama kynþætti eða sömu stétt. Sumir nota smekk sinn til að tjá sérkenni sitt fyrir öðrum í samfélaginu. Margir móta sjálfsmynd sína útfrá tónlistarsmekk sínum og láta oft í ljós á áberandi hátt hvaða tónlist er í uppáhaldi til að skapa sér ákveðna ímynd frammi fyrir öðrum. Félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu lýsti því í kenningum sínum að smekkur, viðhorf, tilhneigingar og athafnir séu hluti af habitus einstaklings og habitus mótist af félagslegu umhverfi hvers og eins. Habitus byggir því að mestu leyti á reynslu. Í þessari rannsókn var leitast við að finna afmarkaða og skilgreinanlega habitushópa hjá þátttakendum í netkönnun. Í könnuninni voru þátttakendur spurðir út í smekk sinn á tónlist, kvikmyndum, útvarpsstöðvum, vefsíðum, bókmenntum og blöðum, íþróttum, tómstundum og sjónvarpsþáttum. Einnig var hluti hópsins spurður spurninga varðandi viðhorf til vímuefna og vímuefnanotkunar. Markmiðið var að athuga hvort það væri munur á viðhorfum habitushópanna til vímuefna. Það fundust fimm afmarkaðir habitushópar. Þeir fengu lýsandi heitin; Rokkarar, Popparar, Bókaunnendur, Meðvitaðir og Óvirkir. Viðhorf hópanna til vímuefna og vímuefnanotkunar voru ólík og skáru hóparnir Rokkarar og Óvirkir sig sérstaklega út hvað það varðar.

Samþykkt: 
  • 9.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs_ritgerd_ingi.pdf989.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_IngiÞór.pdf410.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF