is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1600

Titill: 
 • Standa samkynhneigðir jafnfætis gagnkynhneigðum fyrir lögunum?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað ítarlega um réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi, m.a. í ljósi alþjóðlegra skuldbindinga og samanburði við nágrannalönd okkar. Sérstaklega verður fjallað um fjölskyldulíf samkynhneigðra, þ.e. sambúðarform og rétt þeirra til að eiga og ala upp börn.
  Í aldanna rás hefur örlað á fordómum og mismunun í garð minnihlutahópa en hluti þróunar felur í sér að yfirvinna slíkt. Það var ekki fyrr en undir lok 20. aldarinnar sem opin umræða átt sér stað um samkynhneigð og ekki var lengur horft neikvæðum augum á samkynhneigð. Barátta samkynhneigðra fyrir bættum rétti hér á landi og í nágrannalöndum okkar má helst þakka félagasamtökum á borð við Samtökin ´78. Óhætt er að segja að löggjafinn hafi verið hljóður um málefni samkynhneigðra allt fram til ársins 1992 en þá hófst undirbúningur að lagabreytingum sem ekki enn sér fyrir endann á. Eftir þau rúmu 16 ár sem þessi vinna löggjafans hefur staðið yfir stefnir nú í að samkynhneigðir öðlist sömu réttindi og gagnkynhneigðir.
  Eftir að lög um staðfesta samvist, nr. 87/1996, tóku gildi var eitt helsta baráttumál samkynhneigðra að fá heimild til að eignast börn, þ.e. að ættleiða og gangast undir tæknifrjóvganir. Árið 2006 fengu samkynhneigðir þessi langþráðu réttindi.
  Þegar þetta er skrifað liggja tvö frumvörp fyrir Alþingi er varða bættan rétt samkynhneigðra, þ.e. annars vegar rétt samkynhneigðra til að fá staðfesta samvist sína blessaða í kirkju og hins vegar rétt þeirra til að ganga í hjónaband og njóta kirkjulegrar vígslu. Vonir standa til að þau nái fram að ganga áður en langt um líður.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 8.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Standa samkynhneigðir jafn.....pdf764.62 kBLokaðurStanda samkynhneigðir jafnfætis gagnkynhneigðum fyrir lögunum?-heildPDF
Réttarstaða samkynhneigðra.pdf426.78 kBOpinnStanda samkynhneigðir jafnfætis gagnkynhneigðum fyrir lögunum?-efnisyfirlit, þakkarorð og útdrátturPDFSkoða/Opna