Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16005
Þetta verkefni er handbók og greinargerð um grunnnámskeið hvítasunnumanna í skátastarfi. Handbókin er nemendamappa fyrir þátttakendur sem eru 18. ára og eldri. Í greinargerðinni er gerð skil á fræðum sem námskeiðið byggir á. Markmið verkefnisins er að skoða nálgun og fræði útináms, reynslumiðað náms og ævintýranáms. Rannsóknarspurning mín er með hvaða hætti hvítasunnumenn skýra uppeldislegan og fræðilegan grunn kristilegs æskulýðsstarfs sem byggir á trúarlegu starfi úti í náttúrunni? Einnig er gerð grein fyrir hugmyndafræði skátastarfs hvítasunnumanna, áhrif kenninga og trú hvítasunnumanna í leiðtogaþjálfun og nálgun þeirra í útivistarstarfi. Það er skoðun höfundar að útinám, reynslumiðað nám og ævintýranám í náttúrulegu umhverfi barns geti stuðlað að vexti barna og unglinga á öllum þroskasviðum í skátastarfi hvítasunnumanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Greinargerð.pdf | 849,67 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Handbók.pdf | 2,33 MB | Lokaður til...03.05.2133 | handbók |