is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16007

Titill: 
  • Börn alkóhólista : hvaða áhrif hefur það á þau að alast upp við slíkar aðstæður og hvaða úrræði eru í boði fyrir þau?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.A. prófs í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritgerðin er hefðbundin heimildaritgerð þar sem unnið er með fræðilegt efni, þar má helst nefna erlendar og íslenskar bækur, rannsóknir og fræðigreinar. Leitað er svara í þessu verkefni við því hvaða áhrif það hefur á börn að alast upp við alkóhólisma og hvaða úrræði eru í boði fyrir þau. Fjallað verður sérstaklega um hvaða hlutverk það eru sem börn alkóhólista tileinka sér. Börn sem alast upp við alkóhólisma foreldra eiga það til að tileinka sér misjöfn hlutverk sem eru í raun aðlögun að þeim aðstæðum sem þau lifa við. Einnig verður gerð grein fyrir þeim úræðum sem í boði eru hér á landi. Helstu niðurstöður eru þær að það hefur gríðarleg áhrif á börn að alast við slíkar aðstæður. Börnin lifa við mikið óöryggi og eru oft kvíðin. Þau áhrif geta haldist fram á fullorðinsár og rannsóknir sýna að ef ekki er gripið snemma í taumana þá munu viðkomandi eiga í erfileikum á fullorðinsárum. Úrræði fyrir þennan hóp eru af ýmsum toga, en misjafnt er hversu markviss þau eru. Yfir heildina litið þá er mjög mikilvægt að börnum sé veitt sú aðstoð sem þau þurfa til þess að takast á við þau vandkvæði sem fylgja því að vera börn alkóhólista.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16007


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð- lokaútgáfa.pdf486.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna