is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16009

Titill: 
  • Hver eru tengsl menntunar og sjálfræðis? : samkvæmt kenningum Immanuel Kant og Jean-Jacques Rousseau
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Immanuel Kant og Jean-Jacques Rousseau eru tveir af þekktustu hugsuðum vestrænnar heimspekisögu. Þeir höfðu mikil áhrif á hugmyndir um menntun barna og hvernig áhrif menntun ætti að hafa á sjálfræði. Þeir skrifuðu mikið um áhrif og tengsl menntunar, sjálfræðis og samfélags. Kant er frægastur fyrir kenningar sínar í frumspeki og siðfræði, en hann var einnig einn af heimspekingum upplýsingarinnar og skrifaði m.a. fræga grein um sjálfræði Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing? Rousseau er frægastur fyrir kenningar sínar um menntun og áhrif samfélags á einstaklinga, sem kemur fram í ritunum Émile, eða um menntun og Samfélagssáttmálanum. Þessar kenningar þeirra eiga það sameiginlegt að efla siðferðisvitund einstaklinga í samfélagi manna.
    Í þessari ritgerð er fjallað um menntunar- og sjálfræðiskenningar Kants og Rousseaus, áhrif þeirra og hvaða þýðingu þær hafa fyrir einstaklinga í samfélagi manna. Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er fjallað um Immanuel Kant og hans kenningar um menntun, siðferði, sjálfræði og upplýsinguna. Í seinni hlutanum er fjallað um Jean-Jacques Rousseau og hans kenningar um menntun, samfélagið, sjálfræði og frelsi. Varpað er ljósi á þær hugmyndir sem þeir höfðu um hlutverk náms og hvernig það tengist siðferði, sjálfræði og frelsi.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16009


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-Elfar.pdf346.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna