en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1601

Title: 
  • Title is in Icelandic Háskóli norðurslóða : uppbygging, þróun og tengsl við Háskólann á Akureyri
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Háskóli norðurslóða er ung stofnun í örum vexti. Að honum standa löndin 8 umhverfis Norðurpólinn þ.e.; Bandaríkin, Danmörk ásamt Færeyjum og Grænlandi, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Skólinn hefur náð góðum árangri og er þegar byrjað að útskrifa nemendur með bakkalár gráðu í Norðurslóðafræði. Meistaranám er einnig í hraðri uppbyggingu og eru nokkur prógrömm að fara af stað haustið 2008. Upphaflegu hugmyndirnar að stofnun Háskóla norðurslóða voru lagðar fyrir og síðan studdar af Norðurheimsskautsráðinu árið 1997 og tók háskólinn formlega til starfa árið 2001. Aðildarstofnanir árið 2007 voru 111 og samanstóðu af háskólum ásamt vísinda- og frumbyggjasamtökum. Háskólinn hefur breytt lífi margra með því að auka möguleika þeirra á að stunda háskólanám, veftengt, staðarnám sem og skiptinám. Skiptinemaáætlanirnar north2north og GoNorth bjóða nemendum aðildarstofnana Háskólans upp á að fara í nám til annarra landa. Tengslanet Háskóla norðurslóða stuðlar enn fremur að nánu og þverfaglegu samstarfi vísindamanna í tengslum við málefni og viðfangsefni norðurskautssvæðisins. Háskólinn á Akureyri hefur frá upphafi verið virkur aðili að Háskóla norðurslóða og hafa því báðir aðilar hagnast af samstarfinu. Þessi ritgerð fjallar um Háskóla norðurslóða, upphaf hans, þróun og samstarf hans við Háskólann á Akureyri. Einnig er fjallað um reynslu höfundar af námi og samstarfi á vegum Háskóla norðurslóða.

Accepted: 
  • Jul 9, 2008
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/1601


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Háskóli norðurslóða uppbygging þróun og tengsl við Háskólann á Akureyri.pdf6.65 MBOpenHáskóli norðurslóða uppbygging, þróun og samstarfi við Háskólann á Akureyri-heildPDFView/Open