Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16010
Ritgerðin fjallar um kynhegðun, kynheilbrigði og viðhorf unglinga á Íslandi til kynlífs. Leitast er eftir því að svara hvað það er sem mótar kynhegðun unglinga, þróun kynheilbrigðis og leiðir til að stuðla að bættu kynheilbrigði ungmenna. Tilgangur ritgerðarinnar er að öðlast sýn inn í heim unglinga og um leið skoða hvernig kynhegðun unglinga sé háttað og viðhorf þeirra til kynlífs. Niðurstöður sýna að viðhorf unglinga virðist almennt vera opið er kemur að kynlífi og margbreytileika þess, misjafnt er þó hvaða athafnir falla undir skilgreiningu á kynlífi meðal unglinga. Unglingar byrja að stunda kynlíf mun fyrr en áður tíðkaðist auk þess sem tíðni kynsjúkdóma meðal íslenskra unglinga hefur aukist og eru íslenskir unglingar með hæstu tíðni kynsjúkdóma í samanburði við Norðurlöndin. Ýmislegt mótar og hefur áhrif á viðhorf þeirra til kynlífs og má þar nefna fjölmiðla, klám, klám- og kynlífsvæðingu þjóðfélagsins auk þeirra fræðslu er þau fá innan menntakerfisins, heima fyrir og hjá jafningjum. Sjálfsmynd unglinga er í mótun og verða unglingar auðveldlega fyrir áhrifum óraunhæfra skilaboða sem finna má víða í þjóðfélaginu. Niðurstöður benda einnig á mikilvægi kynfræðslu heima fyrir þar sem málefni sem þessi séu rædd á jákvæðan hátt auk þess sem að nauðsynlegt er að móta heildstæða stefnu í kynfræðslumálum innan menntakerfisins til að stuðla að bættu kynheilbrigði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Katrín og Eva - Lokaeintak.pdf | 724.29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |