is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16011

Titill: 
  • Börn og breyttar aðstæður : upplifun og hagsmunir barna við skilnað foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um þætti sem hafa áhrif á aukna tíðni hjónaskilnaða, hvaða áhrif skilnaðir hafa á börn og hvernig foreldrar geti gætt hagsmuna barna sinna við skilnað og stofnun nýrrar fjölskyldu. Skilnuðum hefur farið ört fjölgandi síðustu áratugi og ár hvert upplifa um 700 börn á Íslandi skilnað foreldra sinna. Því er því vert að rannsaka hvað veldur fjölgun skilnaða. Sjónum er beint að upplifun barna við skilnað foreldra og þeim áhrifum sem börnin verða fyrir, bæði neikvæðum og jákvæðum. Þá er skoðað hvað foreldrar geta gert til að gæta hagsmuna barna sinna í gegnum breytingar sem verða á högum þeirra við skilnað.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að aukin tíðni skilnaðar á upptök sín vegna bættrar stöðu kvenna sem varð uppúr 1980. Börn upplifa skilnað foreldra misjafnlega illa og er nánasta umhverfi barns, sjálfsálit, aldur og kyn allt þættir sem spila inn í það hvernig barn nær að vinna úr tilfinningum sínum til lengri eða skemmri tíma. Ef foreldrar sjá sér fært að sýna barni sínu umhyggju, stöðugleika, þolinmæði og góða samvinnu í gegnum skilnaðinn og við stofnun nýrrar fjölskyldu getur það haft jákvæð áhrif á líðan og þroska barns.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16011


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð gigja.pdf661.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna