is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16014

Titill: 
  • Viðhorf framhaldsskólanemenda og starfsfólks til vímuefna og forvarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er að vinna markvisst að forvarnarstarfi til að koma í veg fyrir eða minnka líkur á vímuefnaneyslu ungmenna á framhaldsskólaaldri. Fáar rannsóknir hafa beinst að viðhorfum framhaldsskólanemenda til forvarna. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða viðhorf framhaldsskólanemenda og starfsfólks til vímuefna og forvarna. Unnin var tilviksathugun í einum framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem forvarnarstefna skólans var skoðuð og tekin voru viðtöl við þrjá framhaldsskólanemendur og tvo starfsmenn, forvarnarfulltrúa og námsráðgjafa. Forvarnarstarf skólans einkenndist af almennum forvörnum þar sem áhersla er á heilbrigði og fræðslu fyrir alla nemendur skólans. Nemendurnir þrír höfðu ólík viðhorf til vímuefna, en þeir sem höfðu prófað efnin voru jákvæðari gagnvart þeim. Nemendur sögðu að ekki væri mikið um forvarnir í framhaldsskóla en þeir voru ánægðir með það forvarnarstarf sem er í skólanum. Allir viðmælendur töluðu um mikilvægi þess að vanda val þeirra sem veiti fræðslu um vímuefni og nefndu nemendur að þeim þótti áhugavert að heyra reynslusögur frá öðrum einstaklingum. Starfsmenn skólans telja forvarnir í skólum vera mikilvægar en sögðu að neysla ungmenna fari jafnframt eftir viðhorfum foreldra og samfélagsins í heild sinni.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16014


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd-Gudrun.pdf967.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna