is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16018

Titill: 
  • Barnið í brennidepli : áhrif uppeldis á velferð barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsóknarritgerð er farið yfir mikilvægi þess að foreldrar beiti gagnrýnni hugsun við uppeldi barna sinna. Stuðst var við fræðilegar heimildir, bæði erlendar og innlendar. Uppeldisskilyrði barna hafa breyst mikið síðustu áratugi með auknum réttindum barna og aukinni fræðilegri þekkingu á uppeldi og afleiðingum þess á afkomu barna. Foreldrum ber að virða réttindi barna í hvívetna og til þess þurfa þeir að kynna sér ákvæði Barnasáttmálans. Einnig er mikilvægt að kynna Barnasáttmálann fyrir börnum svo þau verði snemma meðvituð um eigin mannréttindi. Niðurstöður fjölda rannsókna á uppeldisháttum foreldra í tengslum við velferð barna sýna fram á að foreldrar sem eru leiðandi í uppeldinu eigi börn sem eru betur í stakk búin til að takast á við lífið. Mikilvægt er að foreldrar séu samstíga í uppeldinu, myndi sterk og örugg tengsl við barnið og séu góð fyrirmynd. Einnig er mikilvægt að efla samskiptahæfni barna, kenna þeim að virða skoðanir annarra og samhæfa ólík sjónarmið við úrlausn verkefna og vandamála. Margir skólar bjóða upp á verkefni sem snúa að því að efla samskiptahæfni barna. Mikilvægt er að foreldrar geti sótt sér faglega fræðslu um uppeldi og ætti slíkt að vera í boði fyrir alla undir handleiðslu fagaðila.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16018


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel Heimisdóttir BA-ritgerð.pdf854.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna