is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16019

Titill: 
  • Að deila móðurhlutverkinu : upplifun samkynhneigðra mæðra, sem ganga ekki með börn sín, af móðurhlutverkinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Reynsla samkynhneigðra kvenna, í hjónabandi eða sambúð, af barneignum er frábrugðin reynslu annarra kvenna, þá sérstaklega þeirra kvenna sem ganga ekki með börnin. Þegar tvær konur ákveða að eignast barn deila þær móðurhlutverkinu. Mæðurnar, sem ganga ekki með börnin, eru ekki líffræðilega tengdar þeim og standa frammi fyrir eigin tilfinningum og viðbrögðum frá samfélaginu, vinum og ættingjum sem vita ekki hvernig túlka beri óhefðbundið foreldrahlutverk af þessu tagi.
    Í gagnkynhneigðu regluveldi geta samkynhneigðar mæður, sem ganga ekki með börn sín, átt erfitt með að finna sér stað. Þar af leiðandi eru gagnkynhneigð foreldrahlutverk eina fyrirmyndin og engar aðrar fyrirmyndir finnast fyrir samkynhneigðar konur, sem ganga ekki með börn sín. Erfitt getur reynst að vera sá aðili sem þarf að móta foreldrahlutverk sitt frá fyrstu hendi og ýmsar flækjur virðast hafa komið fram þegar normin eru brotin upp og samkynhneigðar mæður fá tækifæri til að ala upp börn utan gagnkynhneigða normsins. Þar sem mæðurnar eru tvær um móðurhlutverkið og önnur móðirin nýtur þeirra forréttinda að hafa gengið með barnið er hætta á að ójafnvægi skapist í sambandi þeirra sem getur leitt til tilfinninga á borð við útilokun og afbrýðisemi af hálfu móðurinnar sem ekki gekk með barnið. Í ritgerðinni er fjallað um upplifun samkynhneigðra mæðra, sem ganga ekki með börn sín, af móðurhlutverkinu utan gagnkynhneigða normsins. Megin rannsóknarspurning ritgerðinnar er: Hvernig upplifa samkynhneigðar mæður, sem ganga ekki með börn sín, móðurhlutverkið utan gagnkynhneigða normsins? Niðurstöðurnar benda til að gagnkynhneigt forræði liti reynslu samkynhneigðra kvenna, sem ganga ekki með börn sín, og geti valdið þeim hugarangri.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Rakel Kemp.pdf517,17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna