is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1602

Titill: 
  • Íslenskur landbúnaður : aðstæður og framtíðarhorfur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Landbúnaður hefur alla tíð verið stór hluti af sögu og menningu íslenskrar þjóðar. Viðfangsefni verkefnisins var íslenskur landbúnaður, aðstæður og framtíðarhorfur og er því ætlað að gefa innsýn í nútíma landbúnað. Einnig að sýna fram á mikilvægi landbúnaðar fyrir þjóðfélagið, framtíðarhorfur og áhrif loftslagsbreytinga. Framkvæmd var tvíþætt rannsókn bæði á fáeinum hugmyndum fræðimanna og svo ítarleg viðtalsrannsókn. Markmiðið með viðtalsrannsókninni var að fá víðtæka þekkingu og hugmyndir á viðfangsefninu. Rætt var við bændur og aðra sem koma að rannsóknum, störfum og stjórnsýslu í landbúnaði og menntun. Annar kafli verkefnisins er fræðilegur og nær yfir umfang, afköst og búskaparhætti. Einnig um sérstöðu og stuðning við landbúnaðinn, menntun og veðurfarslega framtíðarspá. Þriðji kaflinn er um framkvæmd viðtalsrannsóknarinnar og kynningu á viðmælendum. Í fjórða kafla koma fram niðurstöður viðtalsrannsóknarinnar sem þá hafa verið greind niður í þemu. Fimmti kaflinn er svo umræða og lokaorð. Viðtalsrannsóknin sýndi að dálítið er á brattan að sækja í landbúnaði í dag. Þar ræður ótryggt efnahagsumhverfi mestu. Mestar áhyggjur eru varðandi fyrirhugaðar breytingar á matvælalöggjöfinni og innflutning á landbúnaðarafurðum. Mikilvægi landbúnaðar felst í sjálfstæði og framleiðslu matvæla og nánum tengslum við náttúruna. Landbúnaður einkennist af mikilli aðlögunarhæfni og bjartsýni. Loftslagsbreytingar munu leiða til aukinna ræktunarmöguleika og kalskemmdir heyra sögunni til. Frístundabyggð og sala á bújörðum til auðmanna leiðir af sér hærra verð á landi. Mikilvægt er að ræktanlegt land verði ekki tekið til annarra nota og að því verði ekki spillt. Núverandi kvótakerfi í mjólkurframleiðslu er neikvætt fyrir nýliðun í greininni. Nýsköpun er nauðsynleg til að viðhalda vexti og viðgangi landbúnaðarins. Þekking og menntun eru leið í átt til nýsköpunar

Samþykkt: 
  • 9.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1602


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Islenskur landbunadur LAESING.pdf280.89 kBOpinnÍslenskur landbúnaður: Aðstæður og framtíðarhorfur-heildPDFSkoða/Opna