is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16021

Titill: 
  • Hinsegin einelti : einelti í garð hinsegin nemenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Einelti er töluvert rannsakað efni en einelti í garð hinsegin nemenda hefur hlotið minni umfjöllun á Íslandi og hefur það lítið sem ekkert verið rannsakað. Markmiðið með þessu verkefni er að rýna í þá tegund eineltis, afleiðingar þess og hlutverk skóla gagnvart því. Til að svara þessum spurningum var notast við ritrýndar tímaritsgreinar ásamt ýmsu öðru efni. Einelti í garð hinsegin nemenda er að vera lagður í einelti vegna kynhneigðar eða kynvitundar og þrífst þar sem kynhneigðarhroki finnst. Niðurstöður benda til þess að hinsegin nemendur séu hátt í 30% líklegri en gagnkynhneigðir til þess að verða fyrir einelti. Afleiðingar þessa eineltis eru margvíslegar svo sem verri andleg heilsa og lakara námsgengi. Íslenskar niðurstöður benda til þess að hinsegin nemendur séu 5-6 sinnum líklegri en jafnaldrar þeirra til þess að hugleiða sjálfsvíg endurtekið. Eitt af hlutverkum skóla er að takast á við einelti ásamt því að fjalla um málefni tengd hinsegin nemendum. Fræðsla um hinsegin málefni er mikilvæg bæði fyrir kennara og nemendur og getur hún orðið til þess að auka virðingu og draga úr fordómum. Niðurstöður benda til þess að skoða þurfi hag hinsegin nemenda enn betur og eru rannsóknir á einelti í garð þeirra ein leið til þess.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16021


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hinsegin einelti3.pdf569.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna