is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16022

Titill: 
  • Forsendur jákvæðrar aðlögunar hjá börnum af erlendum uppruna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er unnin sem lokaverkefni til BA- prófs í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin er heimildaritgerð þar sem unnið er með fræðilegt efni. Tilgangur ritgerðarinnar er að draga saman og varpa ljósi á þá þætti sem stuðla að jákvæðri aðlögun barna af erlendum uppruna. Skoðaðir verða bæði einstaklingsbundnir þættir eins og sjálfsmynd og aðlögunarhæfni en sérstaklega verða samfélagslegir þættir eins og skóli, félagsstuðningur og fordómar skoðaðir. Einnig verður gerð grein fyrir því hvernig byggja má upp fjölmenningarlegt samfélag þar sem umburðalyndi og jákvætt viðhorf gagnvart innflytjendum ríkir. Helstu niðurstöður eru þær að fjölmargir þættir hafa áhrif á jákvæða aðlögun barna af erlendum uppruna. Þeir eru meðal annars samþætting tveggja menninga, jákvætt umhverfi í aðlögunarferlinu, bæði í heimalandi og búsetulandi, jákvæð etnísk sjálfsmynd, öflugur félagsstuðningur frá samfélaginu, fjölskyldunni, skólanum og síðast en ekki síst jákvætt viðhorf innfæddra gagnvart börnum af erlendum uppruna í fjölmenningarlegu samfélagi. Til þess að stuðla að jákvæðri aðlögun barna af erlendum uppruna þarf að grípa snemma inn í aðlögunarferlið, skoða það heildrænt og hinar ýmsu stofnanir samfélagsins þurfa að vera í stakk búnar til að taka á móti börnunum og veita öflugan stuðning og aðstoð á þeim sviðum sem snúa að fjölskyldunni.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsendur jákvæðrar aðlögunar hjá börnum af erlendum uppruna839.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna