is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16023

Titill: 
  • Sjónvarpsveröld barna : áhrif barnaefnis á hegðun og líðan ungra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í samtímanum er sjónvarpið rótgróinn hluti af tilveru barna um heim allan. Þrátt fyrir öra þróun fjölmiðla á öldum ljósvakans virðist þekking á áhrifamætti skjámiðla á félagsþroska og líðan ungra barna vera af skornum skammti. Mikilvægt er því að öðlast vitneskju á afleiðingum sjónvarpsáhorfs þar sem börn eru gjarnan talin áhrifagjörn og auðmótuð. Í ritverki þessu er því leitast við að varpa ljósi á það hvort sjónvarpsáhorf hafi áhrif á hegðun og líðan ungra barna, og hverjar séu hugsanlegar afleiðingar. Jafnframt er ábyrgð og hlutverk foreldra í þessu samhengi tilgreint. Í hnotskurn gefa niðurstöður rítsmíðarinnar vísbendingar um að horfi ung börn á ofbeldisefni í sjónvarpi séu þau líklegri til að sýna af sér árásargirni, upplifa hræðsluviðbrögð og þróa með sér ónæmi fyrir ofbeldi. Varðandi jákvæð áhrif áhorfs, þá eru enn skiptar skoðanir í fræðaheiminum um raunverulegt gildi fræðsluáhrifa sjónvarpsins. Enn fremur kom á daginn að ábyrgð foreldra er ærin. Með því að vera virkir þátttakendur í sjónvarpsveruleika barnsins, ásamt því að beita viðeigandi aðferðum, virðist möglegt að takmarka umtalsvert neikvæð áhrif sjónvarpsáhorfs.
    Verkið er í megin atriðum rannsóknarritgerð byggð á fræðilegum heimildum, en jafnframt var framkvæmd smárannsókn til að öðlast innsýn í gæði barnaefnis sem íslenskar sjónvarpsstöðvar sýna. Ljóst er að talsverður hluti barnaefnisins orkar augljóslega tvímælis og er illa til fundinn fyrir unga áhorfendur.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16023


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_SunnaDis2013.pdf2.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna