is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16033

Titill: 
 • Hreyfimælingar á íslenskum grunnskólabörnum með þroskafrávik
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hreyfing er nauðsynleg til að stuðla að vexti, þroska og heilsu barna. Fötluð börn eru í sérstakri hættu á að lifa kyrrsetulífi vegna þess að fötlun þeirra leiðir almennt til minni hreyfingar (Sherrill, 1997). Markmið rannsóknar þessarar var því að skoða hreyfingu þroskahamlaðra barna og kanna hvort þroskahömluð börn væru að ná ráðlagðri hreyfingu Lýðheilsustöðvar. Rannsókn þessi var megindleg og komu þátttakendur (n=30) hennar úr einum sérskóla í Reykjavík. Hreyfing þátttakenda var mæld með hröðunarmælum sem notast var við í allt að tíu daga (sex virka daga og fjóra helgardaga) en minnst þrjá daga (tvo virka daga og einn helgardag).
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að enginn þeirra einstaklinga sem tók þátt í rannsókninni náði þeim 60 mínútum á dag í hreyfingu af meðalerfiðri og/eða erfiðri ákefð sem Lýðheilsustöð mælir fyrir. Þátttakendur eyddu að meðaltali 7,7 mínútum á dag í hreyfingu af meðalerfiðri og erfiðri ákefð. Strákar hreyfðu sig marktækt meira en stúlkur eftir skóla (p=0,018) en ekki reyndist marktækur munur á hreyfingu milli kynja á skólatíma þrátt fyrir talsvert meiri hreyfingu stúlkna (p=0,059). Hreyfing á skólatíma virðist ráða hvað mestu um hreyfingu þátttakenda á virkum dögum og bæði drengir og stúlkur hreyfðu sig marktækt meira á virkum dögum en um helgar (p<0,05). Þá sýndu niðurstöður einnig að bæði drengir og stúlkur hreyfðu sig marktækt meira á skólatíma en eftir að skóla lauk (p<0,05). Niðurstöður rannsóknarinnar gefa þannig til kynna að stuðla þurfi að aukinni hreyfingu meðal þroskahamlaðra barna hér á landi.

 • Útdráttur er á ensku

  Physical activity is essential to promote growth, development and health of
  children. Disabled children are particularly at risk of living a sedentary life
  because their disability leads to a general decline in physical activity
  (Sherrill, 1997). The aim of this study was to explore physical activity among
  children with intellectual disability and examine whether children with
  intellectual disability were meeting the physical activity guidelines of the
  Institute of Public Health. This study was quantitative and the participants
  (n=30) in the study came from one special school in Reykjavík. Physical
  activity was measured with accelerometers, which were worn for up to ten
  days (six weekdays and four weekend day) and at least three days (two
  weekdays and one weekend day).
  The main findings of the study demonstrated that none of the
  participants did achieve the recommended physical activity advised by the
  Institute of Public Health. Participants spent an average of 7,7 minutes per
  day in moderate or vigorous physical activity. Boys were significantly more
  physically active than girls after school (p=0.018) but the girls tended to be
  more active during school time although the difference was not significant
  (p=0,059). Physical activity during school hours seems to determine
  participants total physical activity on weekdays, and both boys and girls
  were more physically active on weekdays than on weekends (p<0,05). The
  results also demonstrate that both girls and boys were significantly more
  physically active during school hours than after school. The results
  emphasize the need to promote increased physical activity among
  intellectually disabled children in Iceland.

Samþykkt: 
 • 16.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
21 05 2013_Marta_word2.pdf1.04 MBLokaður til...08.05.2024HeildartextiPDF