is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16036

Titill: 
 • „Það kostar vinnu og skipulag“ : reynsla nemenda með dyslexíu af skólagöngu sinni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Nemendur með dyslexíu takast daglega á við að halda námslega í við jafningja sína. Í þessari greinargerð er leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum, annars vegar: „Hvernig hefur forsaga nemanda með dyslexíu áhrif á gengi hans í framhaldsskóla?“ og hins vegar: „Hvernig hafa þekking, kennsluhættir og kunnátta kennarans áhrif á gengi nemandans í námi?“. Horft var til þessara þátta í viðhorfi nemenda, foreldra, námsráðgjafa og kennara til náms og skólakerfisins og þess stoðkerfis sem það bíður upp á. Einnig var litið til viðhorfs námsráðgjafa og kennara til þeirra upplýsinga og úrræða sem skólinn hefur upp á að bjóða þá sérstaklega með tilliti til hugtaksins „skóli án aðgreiningar“.

  Ritgerð þessi byggir á eigindlegri rannsókn á reynslu sex nema á nítjánda og tuttugasta aldursári í þremur framhaldsskólum. Nemendur þessir eru allir með dyslexíu. Auk viðtala við nemendur voru tekin viðtöl við foreldra þeirra, námsráðgjafa og kennara. Alls urðu viðtölin 17 en einungis fengust viðtöl við fjóra af sex foreldrum. Öflun gagna fór fram haustið 2012 í samstarfi við Friederike Berger.

  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að sá stuðningur sem nemandi fær heima fyrir skiptir mjög miklu máli. Skólinn er oft of bókmiðaður og verkleg greind og styrkleikar á öðrum sviðum fá oft ekki að njóta sín. Réttur nemenda er ekki alltaf ljós eða hvert foreldrar geti leitað sér hjálpar. Óljós skil milli grunn- og framhaldsskóla virðist þar hamla nemendum. Það er því að mörgu leyti á ábyrgð nemandans sjálfs eða foreldra að brúa þessi skil.

  Rannsóknin leiddi einnig í ljós nauðsyn á endurskipulagningu náms kennara og námsráðgjafa. Þeir virðast oft hafa lítinn fræðilegan grunn úr grunnnámi sínu varðandi raskanir og þurfa því sjálfir að sækja námskeið eða í reynslu annarra.

 • Útdráttur er á ensku

  Students who are dyslexic struggle daily to keep up with their peers academically. The present paper sought to answer the following two questions; “How does the dyslexic student’s background affect ongoing progress in secondary school?” and “How does the teacher’s knowledge, teaching methods and skills affect the student’s educational progress?” While searching for these answers the author examined students’, parents’, counselors’ and teachers’ views of education, curricula and resources. Furthermore, the authors examined the pedagogy surrounding inclusive education and resources regarding students who have dyslexia.

  This paper is based on the findings from a qualitative research project. Research was conducted with six students between the ages of eighteen and nineteen from three different secondary schools. All of the students that participated in the research project have been diagnosed with dyslexia. The research project team consisted of my colleague Frederike Berger and myself. The steering committee included school counselor representatives, six dyslexic student participants and parents of students. A total of 17 interviews were conducted in the summer of 2012.

  The conclusions show that the support received at home plays an important role in the student’s education. The school teaching methodology is often too book-centered (orientated) and requires high level organizational intelligence and as a result, the dyslexic student often fail to flourish academically. Student’s rights are not always considered and parents are often at a loss as to where they can seek support. Blurred distinction between primary and secondary school students seem to inhibit the process as well. It is, in many ways, the responsibility of the student or parents themselves to bridge this gap.

  The study also revealed the need for informing or increasing restructuring the education of teachers and counselors. They often seem to have little theoretical knowledge base of special needs education from their undergraduate studies. The teachers indicated their need to attend courses or often glean information or gain experiences from others.

Samþykkt: 
 • 17.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð vinna 27 mai 2013 læst til Skemmu.pdf919.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkið er opið öllum til aflestrar en óheimilt er að prenta það eða afrita