is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16037

Titill: 
 • Brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla : hvaða úrræði nota íslenskir og norskir framhaldsskólar til að vinna gegn brotthvarfi innflytjenda?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um brotthvarf innflytjenda úr framhaldsskóla.
  Rannsóknarspurningin er: Hvaða úrræði nota tveir íslenskir og tveir norskir framhaldsskólar til að vinna gegn brotthvarfi innflytjenda? Virkja framhaldsskólarnir þann fjölmenningarlega auð sem þeir hafa aðgang að?
  Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við tólf aðila, skólastjórnendur, deildastjóra, ráðgjafa og kennara og athugaðir eftirtaldir þættir: áherslur skólanna í vinnu með innflytjendum, félagsleg staða innflytjenda í nemendahópnum, stoðþjónusta við innflytjendur, félagsleg mismunun, foreldrasamstarf, fjölmenningarlegur auður og brotthvarf úr framhaldsskóla.
  Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar byggir á rannsóknum um brotthvarf og stöðu innflytjenda í skólakerfinu þar sem sýnt er að námsleg staða innflytjenda er verri en innfæddra nemenda og að brotthvarf úr framhaldsskóla er hærra á meðal innflytjenda en innfæddra. Einnig voru kenningar fræðimanna sem með rannsóknum sínum hafa sýnt fram á hvernig nám og skólastarf er samofið félags-og menningarlegum veruleika notaðar sem sjónarhorn á rannsóknina. Ber þar helst að nefna, kenningar Pierre Bourdieu, Levy Vygotsky og kenningar um fjölmenningarlega menntun. Við gerð rannsóknaspurninga var m.a. horft til skýrslu OECD Educating teachers for diversity: Meeting the Challenge (2010a), þar sem fram kemur að aukinnar mismununar gætir í menntakerfum landanna og skólar og menntakerfi eru hvött til að vinna markvisst gegn mismunun og virkja þann fjölmenningarlega auð sem hver skóli býr yfir.
  Meginniðurstaða rannsóknarinnar er, að áherslur á málefni innflytjenda í framhaldsskólum í báðum löndum snúast fyrst og fremst um að styðja innflytjendur í að ná tökum á tungumáli viðkomandi lands og að þeir aðlagi sig að menningu meirihlutans. Framhaldsskólarnir vinna ekki markvisst gegn félagslegri mismunun og fjölmenningarlegur auður innflytjenda er ekki virkjaður í skólakerfum landanna nema að mjög takmörkuðu leyti.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa einnig til kynna að brotthvarf innflytjenda er ekki meira en annarra nemenda úr framhaldsskólum að mati viðmælenda í báðum löndum og er það andstætt niðurstöðum annarra rannsókna.

 • Útdráttur er á ensku

  The theoretical basis of the study is research on dropout concerning the academic status of immigrants within the school system.
  The persepctive of the study is based on theories that show how learning and schooling is closely linked to the socico-cultural mileu, such as the theory of Pierre Boudieu, Levy Vygotsky and the theory of multcultural education.
  Much research has shown that the academic status of native students is higher than that of immigrants and that the dropout rate is higher among
  immigrants. When formulating the research question the OECD Educating
  teachers for diversity: Meeting the Challenge (2010a) was for example used. It concludes that increased discrimination is within the educational systems of many countries and schools. Furthermore, the educational system is encouraged to find ways to systematically work against discrimination and to utilize the multicultural wealth that each school has access to.
  The main conclusion of this study is that the additional support avalable to immigrants in secondary schools in both countries is concerned with helping them master the host language and to adapt to the host culture.
  Upper secondary schools have not implemented effective social discrimination policy and the multicultural potential of wealth is not utilized within the school systems of the countries except to a very limited extent.
  It is noteworthy that in the opinion of the respondents in both countries and contrary to the results of other studies the dropout among immigrant students is no higher than of their native.

Samþykkt: 
 • 17.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16037


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rosa_bjorg_thorsteinsdottir_med.pdf723.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna