en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's) University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1603

Title: 
 • Title is in Icelandic Birtingarmyndir þjóðernishyggju í íslenskum kvikmyndum, 1949-2007
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í ritgerð þessari verður reynt að varpa ljósi á þjóðernishyggju á Íslandi og birtingarmynd
  hennar í íslenskum kvikmyndum.
  Í 1. kafla er skilgreiningu hugtaksins þjóðernishyggja gerð skil í bæði víðri og þröngri
  merkingu orðsins. Farið er yfir helstu kenningar Hobsbawm og Gellner í þessum efnum og
  reynt að varpa ljósi á það hvað þjóðernishyggja er í raun og veru og hvernig hún birtist í
  táknum og myndum, bæði tilbúnum og náttúrulegum. Íslensk þjóðernishyggja og sérkenni
  hennar eru þá sérstaklega könnuð og reynt er að varpa ljósi á þau tákn, myndir og minni sem
  þykja sérstaklega íslensk.
  Í 2.kafla verður farið yfir sögu kvikmyndaframleiðslu Íslendinga síðustu 100 árin þar
  sem reynt verður með sögulegu ágripi að skýra nokkra af þeim þáttum sem höfðu áhrif á
  kvikmyndagerð fyrstu áratugina og þá þróun sem átti sér stað í kvikmyndagerð landsmanna
  allt til ársins 2007.
  Í 3. Kafla verður svo rætt um hið þjóðlega í kvikmyndum og hvernig þjóðir, og þá
  sérstaklega Íslendingar hafa speglað sig í kvikmyndum sínum. Birtingarmynd íslenskrar
  þjóðernishyggju og þau tákn og erkitýpur sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa dregið
  upp á síðustu áratugum verða greind og krufin með dæmum og sérstakri umfjöllun um valdar
  myndir áratuganna frá 1949 til 2007.
  Kafli 4, inniheldur samantekt og niðurstöður mínar, ásamt almennum vangaveltum
  um staðalímyndir og séríslensk einkenni þjóðarinnar.

Accepted: 
 • Jul 9, 2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1603


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Birtingarmynd Þjóðernishyggju í Íslenskum Kvikmyndum.pdf311.48 kBOpen"Birtingarmyndir þjóðernishyggju í íslenskum kvikmyndum, 1949-2007"-heildPDFView/Open