is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1604

Titill: 
 • Félagslegar aðstæður innflytjenda á Akureyri
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Málefni innflytjenda hafa verið mikið í umræðunni síðustu ár eða frá því að fólksflutningar til lands jukust. Rannsóknir á Íslandi í þessum málaflokki hafa ekki verið margar enda ekki grundvöllur til þess þar sem hópur fólks sem hingað hafa flutt hefur verið lítill. Með aukningu erlendra borgara hér á landi má búast við breytingu á samfélagsgerð og aukningu ýmissa vandamála sem þarf að taka á. Félagsleg einangrun er vandamál sem margir innflytjendur standa frammi fyrir þegar fjölskylda og vinir verða eftir í heimalandinu.
  Konur virðast viðkvæmari fyrir einangrun en hafa einnig ýmsa möguleika til að takast á við hana. Fólk af erlendum uppruna sækir í félagsskap hvers annars og þá sérstaklega meðal samlanda sinna. Unglingar standa einnig frammi fyrir ákveðnum vandamálum þegar þeir koma inn í íslenska skóla og rannsóknir hafa sýnt fram á hærri tíðni áhættuhegðunar og vanlíðan.
  Hér verður farið yfir ýmsar rannsóknir sem hafa verið gerðar í þessum málaflokki jafnframt því sem rætt var við tvær konur af erlendum uppruna. Einnig voru haldin tvö rýnihópaviðtöl með unglingum af erlendum uppruna annars vegar og íslenskum unglingum hins vegar. Tungumálið reyndist mikilvægur áhrifaþáttur þegar kom að því að fóta sig í nýju landi.
  Flestir viðmælendur fundu fyrir einangrun fyrst eftir komu til landsins en hafa náð að bæta úr því með ýmsum aðferðum. Leitast var við að svara þeim spurningum um hvaða vandamálum fólk stendur helst frammi fyrir þegar það flytur til landsins og hvaða tækifæri það hefur til þess að leysa þau vandamál. Tungumálaerfiðleikar og einangrun voru helstu vandamálin sem rædd voru og flestir leita til annað hvort samlanda sinna eða annarra borgara af erlendum uppruna.

Samþykkt: 
 • 9.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1604


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð.pdf268.79 kBOpinnFélagslegar aðstæður innflytjenda á Akureyri-heildPDFSkoða/Opna