is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16040

Titill: 
  • Útgjöld ríkisins í Norðausturkjördæmi og tekjur ímyndaðs „Norðausturríkis"
  • Titill er á ensku State expenditure in the Northeast district and the income of a hypothetical sovereign "Northeastland"
Útgáfa: 
  • Júní 2013
Útdráttur: 
  • Hlutdeild einstakra landshluta í tekjuöflun þjóðarinnar og skipting ríkisútgjalda milli höfuðborgar og landsbyggða eru meðal umdeildustu mála í íslenskri byggðaumræðu. Slík umræða endurspeglar ólík viðhorf til félagslegs réttlætis og ólíka hagsmuni íbúa mismunandi landssvæða. Þrátt fyrir harðvítugar deilur um mikla hagsmuni eru rannsóknir á dreifingu ríkisútgjalda eftir landsvæðum af skornum skammti. Í þessari rannsókn er sjónum beint að útgjöldum ríkisins í Norðausturkjördæmi á grundvelli fjárlaga ársins 2011 og viðbótarupplýsinga sem safnað var hjá einstökum stofnunum og ráðuneytum. Niðurstöður sýna að starfsemi ríkisins á Norðurlandi eystra er um 11% minni en mannfjöldi segir til um eða sem nemur rúmlega 74 þúsund krónum á hvern íbúa á ári. Starfsemi ríkisins á Austurlandi er um 23% minni en mannfjöldi segir til um eða sem nemur rúmlega 159 þúsund krónum á hvern íbúa á ári. Á hinn bóginn leggur ríkið til svipaða upphæð til að stuðla að því að þjónusta sveitarfélaga sé sambærileg því sem gerist annars staðar og til að styðja við landbúnað á þessum svæðum. Ef áætlaðar tekjur ríkisins eru bornar saman við útgjöld ríkisins í kjördæminu kemur í ljós að útgjöldin eru hærri sem nemur 625 Mkr eða 1,2% af skatttekjum miðað við fjárlög ársins 2011. Til samanburðar var halli af rekstri íslenska ríkisins skv. fjárlögum 2011 um 7,9% eftir vaxtagreiðslur. Þetta er vísbending um að ímyndað, sjálfstætt "Norðausturríki" gæti staðið á eigin fótum en til að svara því þyrfti þó mun viðameiri rannsóknir.

  • Útdráttur er á ensku

    The relative share of different regions in state income and the division of state expenditure between the capital and the countrysides are among the most divisive issues in Icelandic rural policy discourse. This discourse reflects a diversity of attitudes towards social justice and the different interests of different areas. However, there is very little research into the geographical distribution of state expenditures across regions, despite heated arguments over the substantial interests at stake. This research focuses on state expenditures in the Northeast district of Iceland based on the 2011 state budget and additional information collected among various institutions and ministries. Results show that government activities in the east Northland are 11% less than predicted by population or the equivalent of 74 thousand ISK per inhabitant per year. Government activities in Eastern Iceland are 23% less than predicted by population or the equivalent of 159 thousand ISK per inhabitant per year. Yet the state contributes a similar amount to ensure that municipal services are similar in the Northeast and regions of the country and to support agriculture in the Northeast region. As an independent "Northeast state" the region would have a budget deficit of 625 million ISK or 1,2% of total tax revenues based on current state income and expenditure in the region. In comparison the budget deficit of the Icelandic state was 7,9% after financial costs according to the 2011 state budget. This indicates that a hypothetical, independent "Northeastland" could be viable but further research is needed.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 2013, 9 (1), bls. 155-170
ISSN: 
  • 1670-679X
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 17.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16040


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2013.9.1.8.pdf493,99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna