Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16050
Orðaforði er mikilvæg undirstaða náms og forsenda lesskilnings. Rannsóknir benda til þess að börn sem eiga annað móðurmál en það sem ríkir í samfélaginu eiga oft erfitt uppdráttar í námi, ekki síst vegna ófullnægjandi orðaforða. Rannsóknir benda einnig til þess að mögulegt sé að efla orðaforða með markvissum aðferðum. Því er mikilvægt að kanna orðaforða tvítyngdra barna strax á unga aldri og grípa til viðeigandi ráðstafanna ef þörf er á. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna stærð viðtökuorðaforða (e. receptive vocabulary) leikskólabarna sem eiga annað móðurmál en íslensku samanborið við jafnaldra þeirra sem eiga íslensku að móðurmáli. Þátíðarmyndun sagna var einnig skoðuð hjá sömu hópum, en færni barna á því sviði þykir gefa góða mynd af almennri stöðu þeirra á máltökuskeiðinu. Þátttakendur voru 43 börn í tveimur efstu árgöngum leikskólans sem eiga foreldra sem báðir hafa annað móðurmál en íslensku. Samanburðarhópurinn samanstóð af 111 eintyngdum íslenskumælandi börnum sem voru á síðasta ári í leikskóla. Tvenns konar mælingar voru lagðar fyrir. Önnur þeirra var orðaforðapróf byggt á PPTV-4 (Dunn og Dunn, 2007) en það hefur verið staðfært og þýtt fyrir íslensk börn (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Steinunn Gestsdóttir og Freyja Birgisdóttir, 2009; Valgerður Ólafsdóttir, 2011). Hin mælingin var stytt útgáfa af þátíðarprófi Hrafnhildar Ragnarsdóttur (2009). Meðaltöl ein- og tvítyngdu barnanna á prófunum tveimur voru borin saman, auk þess sem áhrif dvalartíma á Íslandi, menntun móður, lengd leikskóladvalar, uppruni móðurmáls og kunnátta í móðurmáli á frammistöðu tvítyngdu barnanna í prófunum voru könnuð.
Meginniðurstöður voru þær að viðtökuorðaforði tvítyngdu þátttakendanna var rúmlega helmingi minni en hjá jafnöldrum þeirra sem eiga íslensku að móðurmáli. Enn meiri munur reyndist vera á frammistöðu hópanna tveggja í þátíðarprófinu, en tvítyngdu börnunum gekk mun verr en þeim eintyngdu að setja bæði veikar og sterkar sagnir í þátíð. Ekki var marktækur munur á stærð orðaforðans hjá tvítyngdum börnum eftir menntun móður, uppruna móðurmáls eða kunnáttu í móðurmáli, en marktæk tengsl voru á milli orðaforða og dvalartíma á Íslandi og orðaforða og lengd leikskóladvalar. Svipaðar niðurstöður fengust þegar tengsl bakgrunnsbreyta við þátíðarmyndun tvítyngdu barnanna voru skoðuð. Dvalartími á Íslandi hafði marktæk áhrif á getu þeirra til þess að leysa það próf, en ekki menntun móður, kunnátta í móðurmáli, uppruni móðurmáls eða lengd leikskóladvalar. Þessar niðurstöður benda til þess að þrátt fyrir að meirihluti tvítyngdra leikskólabarna hafi búið hér á landi frá fæðingu, er kunnátta þeirra í íslensku mun slakari en hjá jafnöldum þeirra sem hafa íslensku að móðurmáli. Þessar niðurstöður eru nokkurt áhyggjuefni þar sem rannsóknir benda til þess að málþroski á leikskólaárunum leggi mikilvægan grunn fyrir gengi í lestri síðar á skólagöngunni.
Vocabulary is an important foundation for learning and a prerequisite of reading comprehension. Due to poor vocabulary, bilingual children who’s second language is the residential language often experience difficulties in academic learning. Research has demonstrated, however, that it is possible to increase vocabulary with systematic teaching. Therefore, it is important to assess the receptive vocabulary of bilingual children at an early age and intervene if necessary. The main goal of this research was to assess the vocabulary size of pre-schoolers with Icelandic as a second language compared to Icelandic-speaking monolingual same age peers. Their ability to form past tenses of verbs was also explored and compared to the same group of children. Participants were 43 bilingual children in their last two years of pre-school. Both of their parents had languages other than Icelandic as their first language. The comparison group comprised 111 monolingual Icelandic-speaking children. Two measurements were administered. The first was a vocabulary based on the PPTV-4 (Dunn og Dunn, 2007), which has been translated and standardized for Icelandic children (Hrafnhildur Ragnarsdóttir o.fl., 2009; Valgerður Ólafsdóttir, 2011). Additionally, an abbreviated version of Hrafnhildur Ragnarsdóttir's (2009) past tense test was administered. The bilingual children’s mean scores on these two tests were compared to that of the monolingual group and also linked to known background variables, such as the children’s proficiency in their native tongue, their mother's education level, residential time in Iceland, amount of preschool experience and the origins of their native language. The results indicate that the receptive vocabulary of children with Icelandic as a second language is less than half of that of their peers, whose native tongue is Icelandic, and an even greater difference was observed in the children's ability to form the past tenses of verbs. The vocabulary size of the bilingual children was not significantly related to the origin of their native language, their mother’s education level or their proficiency in their own native tongue. The duration of residence in Iceland and time spent in preschool did, on the other hand, significantly affect their vocabulary score. The same results were obtained for the past-tense measure, except that time spent in preschool was not connected to the children’s performance on that test. These results indicate that even though the majority of bilingual participants had lived here since birth, their knowledge of Icelandic is still much less than that of Icelandic monolingual children at the same age. These results cause some concern as the ability to speak the residential language is a necessary foundation for school success.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hulda Patricia Haraldsdóttir 300513 seinni skil.pdf | 1,64 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |