is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16051

Titill: 
 • Þar sem jökulinn ber við loft ... : upplifun og reynsla umsjónarkennara af innleiðingu átthagafræði í skólanámskrá Grunnskóla Snæfellsbæjar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun og reynslu umsjónarkennara í Grunnskóla Snæfellsbæjar af innleiðingu náms-greinarinnar átthagafræði í skólanámskrá skólans og framkvæmd hennar.
  Grunnskóli Snæfellsbæjar er skóli sem varð til við sameiningu þriggja grunnskóla: Grunnskólans á Hellissandi, Grunnskólans í Ólafsvík og Lýsuhólsskóla. Áfram er kennt á öllum stöðunum en að hluta til með öðrum formerkjum en áður. Níu umsjónarkennarar tóku þátt í rannsókninni og störfuðu þeir á öllum þremur starfsstöðvum skólans. Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn og byggist á rýnihópaviðtali, hálf-formgerðum viðtölum við níu umsjónarkennara skólans og greiningu skriflegra gagna. Rannsóknin hófst á vorönn 2012 og lauk á vorönn 2013 og voru eigindlegar rannsóknaraðferðir notaðar við öflun gagna og úrvinnslu þeirra.
  Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að kennarar fundu fyrir óöryggi í fyrstu á meðan innleiðingin stóð yfir. Þeir vissu sumir ekki alveg til hvers var ætlast af þeim, hvar þeir gætu leitað fanga, hvernig þeir ættu að nálgast viðfangsefnið og hvernig hægt væri að samþætta námsgreinina öðrum námsgreinum. Á öðru ári var strax auðveldara fyrir kennarana að útfæra námsefnið því þeir höfðu komið sér upp gagnabanka þar sem ríktu óskráð lög um að allir ættu að leggja sitt efni inn og að sama skapi gætu þeir líka tekið út efni og nýtt sér þegar þeim hentaði. Þetta var banki sem skilaði mjög hagstæðum vöxtum. Oft unnu kennarar saman við verkefnagerðina og fengu jafnvel utanaðkomandi einstaklinga, sem þekktu vel til umfjöllunarefnisins, til þess að koma inn í skólann og vera með fræðslu fyrir nemendur.
  Rannsóknin leiddi í ljós að kennarar voru almennt hlynntir innleiðingu námsgreinarinnar og viðhorf þeirra til átthagafræðinnar var jákvætt þrátt fyrir að þetta hafi aukið fyrirhöfn þeirra við undirbúning vegna kennslunnar. Þeim var öllum umhugað um að viðhalda átthagafræðinni í skólanámskránni.
  Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að þetta ferli hafi orðið til þess að auka samkennd kennaranna og auka metnað þeirra í skólastarfinu.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to examine how teachers in the elementary
  school of Grunnskóli Snæfellsbæjar experienced the introduction of a new
  subject into the curriculum of their school. The subject in this case deals
  with developing the students sense of the environment around the local
  community and how the residents interact with the environment.
  The study is a qualitative case study and qualitative methods were used
  for collecting and analysing data. Nine teachers at the school were
  interviewed and data was reviewed in order to locate the factors to be
  regarded as the key to successful implementation of the proposed change.
  The main findings are as follows: In the beginning teachers felt unsecure
  about teaching methods as well as which material to select to support the
  teaching of the subject.
  The first year of implementation of the new subject was experienced by
  the teachers as difficult but the second year was regarded as easier.
  As time passed the teachers aquired self confidence in working
  according to the methods, implemented along with the new subject. At the
  same time increased cooperation of the teachers was reported and they
  increasingly shared their material and teaching methods in order to
  maximise the gains and the learning environment for the students.
  The teachers reported being quite content with this new subject in the
  curriculum. They also reported that the introduction of this subject brought
  increased workload (in the form of needing more time preparing for class).
  The teachers all reported favorably on the introduction of the new subject
  and clearly support its inclusion into the curriculum.
  The study was conducted within one school and its findings are
  therefore valid only for that school. It is however tempting to assume that
  at least similar results can be found from schools situated in similar
  surroundings. The findings are also very consistent with the writings and
  research of Icelandic and foreign scholars on the change process and school
  development. The findings of this research will hopefully encourage further
  development in elementary schools in rural areas.

Samþykkt: 
 • 18.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elfa Ármannsdóttir.pdf882.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna