is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16053

Titill: 
 • „Þetta er svo gott fólk“ : birting fjölmenningar í íslenskum tónlistarskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Erlendir tónlistarkennarar hafa verið áberandi á Íslandi allt frá því fyrstu tónlistarskólarnir voru stofnaðir á fyrri hluta 20. aldar. Í dag eru um 25% tónlistarkennara á Íslandi af erlendum uppruna. Rannsóknin sem hér um ræðir snýr að því að skoða birtingarmynd fjölmenningarinnar með áherslu á samskipti og forystu í tónlistarskólum. Rannsóknin er eigindleg og byggir á viðtölum við níu einstaklinga í þremur skólum. Talað var við skólastjóra, erlendan kennara og innlendan kennara í hverjum skóla fyrir sig. Í viðtölunum var rætt um staðalmyndir og fordóma, hópamyndanir, stjórnunarhætti og forystu innan skólanna.
  Helstu niðurstöður eru þær að kennarar af erlendum uppruna, sem flytja hingað, verða oft utanveltu framan af í samstarfi og samskiptum við bæði samkennara sína og stjórnendur. Á hinn bóginn eru þeir álitnir færari á hljóðfæri og að mörgu leyti virkari þegar kemur að kennslunni sjálfri heldur en íslenskir kennarar. Lítið sem ekkert varð vart við hópamyndanir sem byggja á þjóðerni. Þá kom í ljós að stjórnunarstíll skólastjórnenda virðist hafa mikil áhrif á hversu mikið erlendir kennarar verða utanveltu. Því meiri áhersla á samræður og lýðræðislega stjórnun, því betur eru erlendu kennararnir með í ákvarðanatöku frá upphafi veru sinnar hér og taka meira þátt í skólastarfinu.

 • Útdráttur er á ensku

  „They are all so nice!“
  Since the foundation of the first music schools in In Iceland in the first half of the 20th century they have had culturally diverse teachers. Today about 25% of all music teachers in Iceland are immigrants. This thesis researches how cultural diversity appears in communication and leadership of the musicschools. This is a qualitative research based on interviews with nine individuals from 3 musicschools outside the Reykjavík area. A head teacher, an Icelandic teacher and an immigrant teacher were interviewed from each school. The main topics in these interviews were stereotypes, formations of power groups, communications and leadership.
  The findings shows that immigrant teachers often experience being outsiders when it comes to cooperation and communication with their fellow teachers and leaders. The first years although they are often seen as more qualified as teachers and performers. Groups based on nationalities were not found. Leadership styles had major influence on how well immigrant teachers managed to take part in forming school policy and common decision making. The more democratic and discussion based leadership the more participation of immigrant teachers. A curious finding was that in a case where the leader team was culturally diverse the positive effect of cultural diversity was more evident.

Samþykkt: 
 • 19.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16053


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þetta er svo gott fólk.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna