en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/16056

Title: 
 • Title is in Icelandic Enginn fer neitt á því sem hann getur ekki en langt á því sem hann getur : sýn foreldra á sérkennslu
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Íslensk menntastefna byggir á hugmyndum um um skóla án aðgreiningar. Skólar eiga að koma til móts við þarfir ólíkra nemenda og mæta hverjum og einum eins og hann er.
  Rannsókninni var ætlað að svara eftirfarandi spurningu. Af hverju eru foreldrar sérkennslunemenda óánægðari með kennsluna en foreldrar annarra nemenda?
  Rannsóknin var unnin eftir eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru viðtöl við foreldra átta nemenda er notið hafa sérkennslu í Grundaskóla. Markmiðið var að varpa ljósi á þá óánægju sem er til staðar og kemur fram í innra og ytra mati hjá foreldrum barna sem þiggja sérkennslu í Grundaskóla.
  Ef svör þátttakenda eru dregin saman má segja að afstaða þeirra mótist af nokkurum þáttum. Sú skýring er helst gefin að upplýsingar til foreldra um sérkennslu séu í flestum tilfellum of litlar og ómarkvissar. Þá kvarta foreldrar yfir óljósum skilum á því sem kallast stuðningur og sérkennsla. Foreldrar furða sig einnig á að greining sé forsenda fyrir því að barn fái sérkennslu í skólanum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að afstaða foreldra gagnvart sérkennslu í skólanum byggist að einhverju leyti á að ekki standi sama sýn eða hugmyndafræði á bak við það hvernig skólinn nálgaðist almenna kennslu annars vegar og sérkennslu hins vegar. Við sem störfum í skólanum og skipuleggjum kennsluna nálgumst ekki þessa tvo þætti í skólastarfinu á sama hátt. Hugmyndir sem kenndar eru við skóla án aðgreiningar séu frekar í gildi í almennu kennslunni og í skólastarfinu almennt. Í sérkennslu sé hins vegar önnur nálgun eða áherslur ríkjandi sem oft er kenndar við klíníska aðferð eða læknisfræðilega nálgun.
  Ekki er hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar en höfundur vonast til að hægt sé að draga lærdóm af henni. Hér er um að ræða frásögn foreldra átta sérkennslubarna sem hafa frá miklu að segja og eru tilbúnir að leiðbeina kennurum og skóla barna sinna í að gera betur.

Accepted: 
 • Jul 19, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16056


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
SAS M.ed. verkefni 2013.pdf2.54 MBOpenHeildartextiPDFView/Open