is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16057

Titill: 
 • „Það er ofboðslegur línudans“ : hlutverk skólastjóra við innleiðingu teymisvinnu kennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Teymisvinna kennara hefur rutt sér til rúms í íslensku skólasamfélagi undanfarin ár og nokkrir skólar hafa innleitt þá starfshætti. Hitann og þungann af þeirri vegferð bera stjórnendur skólanna en hverjar eru áherslur þeirra í hlutverki sínu við innleiðingu teymisvinnu kennara? Viðfang rannsóknarinnar var að leita svara við þeirri spurningu með því að skoða hvernig skólastjórar líta á hlutverk sitt við innleiðingu teymisvinnu og hver reynsla þeirra er af því.
  Aðferðin fólst í því að kanna hugmyndir og sýn skólastjóranna á vinnubrögð sín. Gagna var aflað með eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru einstaklingsviðtöl við fjóra skólastjóra í grunnskólum sem hafa teymisvinnu kennara í stefnu sinni. Leitast var við að fá fram reynslu þeirra, greina hana og finna rauða þráðinn.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að hlutverk skólastjóranna við innleiðingu teymisvinnu kennara virðist vera mikill línudans. Línudans sem hefur fjögur meginstef í huga skólastjóranna. Í fyrsta lagi að leggja áherslu á samvinnuna, trúa á hana, tala fyrir henni og kynna í skólasamfélaginu öllu. Í öðru lagi að skipuleggja skólastarfið með tilliti til teymisvinnunar svo sem við stundatöflugerð, niðurröðun kennara í teymi og ýmsan aðbúnað. Þriðji þátturinn er að styðja á ýmsan hátt við kennarana sem taka þátt í teymisvinnunni, eins og með námskeiðum sem eru í tengslum við nýja starfshætti og verkefnisstjórum sem halda utan um verkefnið. Fjórði og trúlega mikilvægasti þátturinn er samræðan sem skólastjórarnir nota á margvíslegan hátt til að byggja upp það lærdómssamfélag sem þeir hafa trú á að teymisvinna kennara skapi.

 • Útdráttur er á ensku

  Teacher collaboration, team working, has been expanding in Icelandic
  schools in the last years and in some schools this way of working has been
  implemented. The main responsibility lies on the shoulders of the principal
  but what is the emphasis of the principals in their roles when implementing
  teacher team working? The aim of this study is to seek answers to this
  question by looking into how principals see their role in implementing
  teacher collaboration and their experience of it.
  The aim of the research was to explore the ideas and views of the
  methods the principals used. The data was gathered by qualitative methods
  by interviewing four principals that had led the process of implementing
  teacher collaboration. The goal was to access their experience, analyze it
  and find the main points.
  The main results show that the roles of principals in implementing
  teacher collaboration in their schools can be described as a balancing act.
  This balancing act has four main themes in the principals´ minds. The first
  theme is to emphasize on the importance of collaboration, believe in it, be
  outspoken about it and introduce it in the school community. The second
  theme is to organize the school in accordance to teacher team working,
  which includes setting up timetables, putting teachers into teams as well as
  looking into what else might be needed. The third is to support the teachers
  that are collaborating in many ways such as by seminars that support the
  teachers’ new way of working and by installing project leaders that
  coordinate the process. The fourth and possibly the most important part is
  the way the principal communicates to build a learning community that the
  principals believe can be created by teacher team working and
  collaboration.

Samþykkt: 
 • 19.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórhildur Helga- Línudans.pdf996.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna