is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16059

Titill: 
 • „Mér finnst þetta besta aðferðin“ : eigindleg rannsókn á notkun samvinnunáms í skólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í rannsókn þessari er sjónum beint að samvinnunámi. Meginviðfangsefni rannsóknarinnar felst í því að skoða samvinnunám sem kennsluaðferð; hvernig samvinnunámi er beitt í kennslu og hvert viðhorf kennara sem beita samvinnunámi er til kennsluaðferðarinnar. Samvinnunám er kennsluaðferð sem byggist á því að nemendur vinna saman í litlum hópum að sameiginlegum markmiðum. Markmiðið með því að skoða þessa tilteknu kennsluaðferð er að dýpka þekkingu mína á aðferðinni. Með aukinni þekkingu á fræðilegum bakgrunni samvinnunáms og þjálfun í að beita aðferðinni við kennslu get ég svo notað aðferðina í starfi mínu sem kennari. Rannsóknin var unnin frá haustmisseri 2012 og fram á vormisseri 2013. Eigindlegum aðferðum var beitt við rannsóknina en slíkar aðferðir felast í því að rannsakandinn notar skynfæri sín, augu og eyru til að skapa merkingu og mynda sér skoðun á ákveðnu fyrirbæri. Til að auka sem mest við þekkingu mína á samvinnunámi tók ég viðtöl við kennara sem hafa reynslu af samvinnunámi og gerði athuganir á vettvangi þar sem ég fékk að fylgjast með kennslu þátttakenda minna.
  Helstu niðurstöður mínar eru þær að almenn upplifun þátttakenda af samvinnunámi er mjög jákvæð. Þeir töldu samkvæmni kennarans þegar kemur að reglum, skipulagi og undirbúningi vera lykilatriði varðandi framkvæmd samvinnunáms. Þátttakendur lögðu áherslu á fjölbreytt námsmat samhliða samvinnunámi og töldu mjög mikilvægt að nemendur væru meðvitaðir um hvaða þættir væru metnir hverju sinni. Þeir töldu samvinnunám hafa náms- og félagslegan ávinning fyrir nemendur þar sem nemendur kynnast vel innbyrðis í gegnum samvinnunám og læra meira um þau viðfangsefni sem liggja fyrir í gegnum samræður og samvinnu.

 • Útdráttur er á ensku

  The main focus of this research is on cooperative learning. The purpose of
  this study is to explore cooperative learning as a teaching method both in
  theory and practise, also to see what view teachers who use cooperative
  learning in their classrooms have on it. Cooperative learning is based on
  students working together in small groups to reach common goals. The main
  purpose for exploring cooperative learning was to increase my knowledge of
  this particular teaching method so that I will be more capable of using it with
  my students and in my classroom when I become a teacher. The research
  which was qualitative, was conducted from August 2012 through April 2013.
  In qualitative research the researcher uses his senses, eyes and ears to create
  meaning from and form an oppinion on a certain phenomenon based on
  what he sees or hears. To get the best opportunity to survey cooperative
  learning I interviewed teachers who have experienced cooperative learning
  with their students and did field reseach where I observed my participants
  cooperative teching methods in their classrooms.
  The results indicated that the general experience these teachers had
  from cooperative learning was very positive. They‘re opinion was that the
  teachers stability concerning rules, preperation and planning before class
  were key factors for the use of cooperative learning. The participants
  emphasised the importance of varied assessment and that their students
  were aware of the educational elements which were being assessed at each
  time. They believe that cooperative learning has positive influence on
  students‘ social and educational achievement, which appears through
  students getting to know each other better and learning more through
  conversation and cooperation.

Samþykkt: 
 • 22.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erna Jóhannesdóttir - meistaraverkefni.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna