is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16062

Titill: 
 • Kennarastarfið : ástríða, þrautseigja og skuldbinding
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faglega starfskenningu kennara og hvernig hún hefur áhrif á störf þeirra og viðhorf í gegnum sögur kennara af lífi sínu og starfi. Starfskenningin er persónubundin kenning kennara um nám og kennslu sem þróast í gegnum líf, menntun og starf. Samspilið milli persónulegra og faglegra þátta er lykilatriðið í tilfinningalegum þroska, starfsþróun kennara og getu þeirra til að viðhalda skuldbindingu við kennarastarfið.
  Aðferðafræði rannsóknarinnar er eigindleg lífssögurannsókn sem byggir á frásögnum og einstaklingsviðtölum við þrjá kennara. Lífssaga kennaranna er skoðuð til að kanna hvernig líf, menntun og reynsla hefur áhrif á störf þeirra og hugmyndir um kennslu. Reynsla kennara í starfi og einkalífi setur mark sitt á hugsun þeirra, faglega þekkingu og framkvæmd í daglegu starfi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að kennarar þurfi að hafa meira til að bera en sérfræði- og kennslufræðiþekkingu ef þeir ætla að hafa jákvæð áhrif á líf barna og ungmenna. Kennarar þurfa að búa yfir sannfæringu um að kennsla þeirra beri árangur og vera tilbúnir til að sinna kennarastarfinu af ástríðu og þrautseigju. Niðurstöður benda ennfremur til að kennarastarfið sé margþætt og háð utanaðkomandi áhrifum og að rík krafa sé frá samfélaginu um að kennarar veiti nemendum sínum þá bestu menntun sem völ er á. Kennarar verða því að fá stuðning, svigrúm til framkvæmda og vald yfir eigin störfum svo þeir geti þróað starfskenningu sína og viðhaldið skuldbindingu við kennarastarfið.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this study is to research the professional working theory of teachers and how it has affected their professional life and attitude. Professional working theory is an educators personalized theory of learning and teaching which evolves through life, education and work. The interaction between professional and personal factors is a key component in an educators emotional maturity, professional development and ability to maintain commitment to the teaching profession.
  The methodology of the study is a narrative inquiry based on statements and personal interviews with three educators. The educators‘ life story is examined to assess how their life, education and experience has affected their work and ideas about teaching. A teachers experience in professional and personal life influences his thought process, professional knowledge and execution of his daily routine.
  The results indicate that educators need to possess more than expertise and pedagogical knowledge to have a positive effect on the life of their students. Teachers need to believe that their work has an impact and be dedicated and resilient in their professional life. Furthermore the results indicate that the teaching job is complex and dependent on external factors. The outside community expects teachers to provide their students with the best education possible. Therefore teachers need support, freedom to operate and the ability to manage their own job to be able to develop their professional working theory and maintain commitment to their profession.

Samþykkt: 
 • 23.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16062


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hjordis_thordardottir1.pdf664.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna