is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16063

Titill: 
 • Áhrifaþættir í starfi deildarstjóra í leikskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Með auknum hraða í íslensku þjóðfélagi er talið að álag á kennara sé að aukast og vísbendingar eru um að það nái einnig til leikskólakennara. Markmiðið með þessu verkefni er að varpa ljósi á helstu álagsþætti, sem valda streitu í starfi deildarstjóra í leikskólum, og á hugmyndir deildarstjóra um hvernig hægt er að koma í veg fyrir streitu og auka starfsánægju.
  Gerð var rannsókn þar sem notuð var blönduð aðferð við gagnaöflun, þar sem megindlegum gögnum var safnað fyrst og síðan eigindlegum til að fá betri skýringar á fyrstu niðurstöðum. Gerð var spurningakönnun meðal allra leikskóla á landinu til að fá yfirlit yfir viðhorf, líðan og fagmennsku leikskólakennara. Meira en helmingur þeirra 512, sem svöruðu könnuninni, voru deildarstjórar. Niðurstöður spurningakönnunarinnar bentu til þess að leikskólakennarar, sem komnir væru yfir fimmtugt og höfðu starfað í 17 ár eða lengur í leikskóla, fyndu frekar fyrir neikvæðum tilfinningum heldur en þeir sem yngri voru. Í framhaldinu voru tekin einstaklingsviðtöl við sjö deildarstjóra á aldrinum 56 til 62 ára.
  Niðurstöður sýndu að margir samverkandi þættir urðu til að skapa álag, svo sem vinnuaðstæður, starfsmannamál, fjöldi barna, skrifstofuvinna, stjórnun leikskólans, heimilisaðstæður og persónugerð hvers og eins.
  Ýmsir utanaðkomandi þættir höfðu áhrif á hvernig deildarstjórum vegnaði. Endurmenntun hafði mikil áhrif á hvernig deildarstjórarnir tókust á við starfið og þeir töldu hana bæta almenna líðan og auka fagmennsku. Deildarstjórar sögðu handleiðslu æskilega og töldu hana geta komið í veg fyrir ýmis vandamál og hjálpað þeim í starfi. Lausnir, sem bent var á, voru meðal annars að deila ábyrgð, fækka börnum og auka sjálfstæði starfsfólks.
  Spurningakönnunin er samvinnuverkefni háskólans í Volda (Høgskulen i Volda), háskólans í Ósló (Høgskulen i Oslo) og Háskóla Íslands. Íslenska rannsóknin var unnin á vegum RannUng. Spurningakönnunin var forprófuð, staðfærð og þýdd úr norsku.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the study is to shed light on factors that influence stress of preschool group- leaders and their ideas about how to prevent stress and increase job satisfaction.
  Quantitative as well as qualitative methods were employed. First, quantitative data was collected and then qualitative data was gathered in order to gain a better understanding of the issue. A questionnaire was sent to all preschools in Iceland in order to gain insight into the views, feelings, and professionalism of preschool teachers.
  More than half of the 512 preschool teachers who answered the questionnaire were preschool group leaders. The result implied that those who were past fifty years old and had worked at least 17 years in preschools were more likely to have negative feelings than those who were younger. Following the questionnaire, interviews were conducted with seven group-leaders ages 56 to 62 years old.
  The finding revealed that many interrelated factors increased stress among the group-leaders-, such as; working conditions, staff issues, number of children, office and manageable work, home conditions and individual’s personality.
  Many external factors were also influential. Education had influence on how the group-leaders approached their work and they found that increasing education affected their professionalism. The participants also talked about the importance of mentoring, self-determination, shared leadership, and fewer children per adult in the preschool.
  The study was a part of a larger study conducted in collaboration with University of Volda, the University of Oslo and RannUng at the University of Iceland. The questionnaires were translated from Norwegian, localized and pretested

Samþykkt: 
 • 23.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrifaþættir í starfi deildarstjóra í leikskólum.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna