is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16067

Titill: 
 • Kennsluleiðbeiningar : „þær geta verið góðar ef þær eru góðar“
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Námsgögn gegna veigamiklu hlutverki í allri kennslu. Kennsla í íslenskum grunnskólum hefur oft verið talin kennara- og námsefnismiðuð enda hafa rannsóknir ítrekað leitt í ljós að sú er raunin. Gæði námsgagna, viðhorf og hvernig kennarar nota námsgögn skipta því afar miklu máli fyrir árangursríka kennslu. Í rannsókninni var skoðað hvernig miðstigskennarar nota kennsluleiðbeiningar, hver viðhorf kennara til þeirra eru og hvaða atriði kennarar telja mikilvægt að þar komi fram. Fagmennska kennara felst m.a. í að geta fært rök fyrir að það námsefni, sem þeir nota, henti nemendum og þannig sé hægt að bjóða nemenda- og einstaklingsmiðaða kennslu. Kennarar þurfa því að þekkja vel til kennslu- og uppeldisfræðilegra kenninga og vita hvaða hugmyndir liggja að baki því námsefni sem þeir nota. Þess vegna var jafnframt skoðað hvort og þá hvernig vinsælar námskenningar eins og hugsmíðahyggja og hugmyndir um einstaklings¬miðað nám endurspeglast í tilteknum kennsluleiðbeiningum.
  Í rannsókninni var notast við spurningakönnun og viðtöl og því var bæði um eigind- og megindlega rannsókn að ræða, auk þess sem tiltekin orðræðugreining var gerð. Þátttakendur í spurningakönnuninni voru 224 miðstigskennarar víða af landinu en viðtöl voru tekin við fjóra kennara, þrjá af höfuðborgarsvæðinu og einn á Norðurlandi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að miðstigskennarar nota kennslu-leiðbeiningar töluvert og eru almennt ánægðir með þær. Hvort og hvernig þeir nota kennsluleiðbeiningar er háð ýmsum þáttum eins og gæðum slíkra leiðbeininga, námsgreinum og reynslu kennara. Þær kennsluleiðbeiningar, sem voru orðræðugreindar, reyndust veita kennurum misgóðar upplýsingar um hvernig best væri að einstaklingsmiða kennslu og/eða kenna í anda hugsmíðahyggju.

 • Útdráttur er á ensku

  Curriculum materials play a major role in all teaching. Researches have repeatedly shown that textbooks and other written curriculum materials has been widely used in local primary schools. Quality textbooks, teachers' attitudes and use of instructional materials is therefore extremely important for effective teaching. This study examines how teachers use intermediate teaching guides, each teacher’s attitudes towards them and what teachers consider important factors that it contains. Professionalism means, among other things, being able to argue that the curriculum materials teachers use are designed for learners and their needs; learner‘s activities should be the center of instruction and learning. It is therefore very important that teachers recognize the educational and pedagogical theories and know the theoretical ideas that support the curriculum materials they use. Therefore, it was also examined whether and how popular learning theories such as constructivism and the concept of differentiated learning is reflected in specific teacher‘s guides.
  In this study both questionnaire and half-open interviews were used. Therefore both qualitative and quantitative approach were used, but also was a certain discourse analysis performed. Participants were 224 intermediate teachers from all over the country and four teachers were interviewed. Results showed that intermediate teachers use teacher‘s guides considerably and are generally satisfied with the guides that they use. Whether and how teachers use intermediate teacher‘s guides depends on various factors such as the quality of guidance, curriculum and teacher‘s experience. The teacher‘s guides which were discourse analyzed were providing teachers with varying degrees of information about how best to target differentiated learning and/or teaching according to constructivism.

Samþykkt: 
 • 23.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kennsluleiðbeiningar.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna