is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16075

Titill: 
 • Líf og list á landi : Listir og náttúra - Verkefnasafn
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þetta verkefni er hugsað og byggt upp með hliðsjón af nýju kennsluefni í náttúrufræði fyrir miðstig grunnskóla, Líf á landi (2012) eftir Sólrúnu Harðardóttur, líffræðing og kennara. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar fræðileg ritgerð og hins vegar verkefnasafn þar sem lagðar eru fram tillögur að verkefnum í list- og verkgreinum. Tekið skal fram að þær list- og verkgreinar sem koma við sögu í verkefninu eru myndmennt, hönnun og smíði og textílmennt.
  Í fræðilegum hluta er horft til skrifa Johns Dewey (1958, 2000) um mikilvægi reynslu í námi og tengsl hugar og handa. Hugmyndir Elliots Eisner (2003) um skynjun og nám voru einnig hafðar til hliðsjónar. Jafnframt er fjallað um áhrifamátt sjónlista og fagurfæði í kennslufræðilegu samhengi. Grenndarkennsla og samfélagsmiðuð listkennsla er einnig gerð að umræðuefni. Hlutverk kennara og nemenda eru skoðuð með tilliti til einstaklingsmiðunar, samvinnu og ábyrgðar nemandans á eigin vinnu og tekið mið af áherslum skóla án aðgreiningar og fjölmenningar í skólastarfi.
  Verkefnasafnið er ætlað kennurum í náttúrugreinum og list- og verkgreinum með samþættingu að markmiði. Í tillögum að verkefnum er horft til stefnu Aðalnámskrár grunnskóla (2011) um heildstæða sýn í skólastarfi og sex grunnþátta menntunar. Einnig er lögð áhersla á grenndarkennslu, umhverfismennt og umhverfisvernd.
  Tillögur þær sem lagðar eru fram í verkefnasafni geta að mati höfundar stuðlað að heildstæðum skilningi nemenda þar sem fengist er við viðfangsefni úr náttúru og umhverfi með aðferðum lista og sköpunar. Með heildstæðri nálgun og samþættingu má einnig skapa tækifæri fyrir nemendur til að skynja betur eigið umhverfi og samfélagslega ábyrgð. Verkefnasafninu er þó ekki síst ætlað að ýta undir möguleika kennara á að gera nemendum ljóst mikilvægi lista sem afls í samfélaginu og hvernig nemendur geta notað eigin sköpun, náttúru og samfélagi til gagns.
  Hafa skal í huga að þótt þær verkefnatillögur sem kynntar eru í þessari ritgerð miðist við miðstig eru þær sveigjanlegar og byggja raunar á því að þeir sem nýta sér verkefnin líti á þau sem tillögur sem aðlaga má að aldri og viðfangsefnum nemenda á hverjum stað og tíma.

 • Útdráttur er á ensku

  This project was conceived and developed in connection with new teaching materials for natural science in middle school, Líf á landi, by Sólrún Harðardóttir (2012), biologist and teacher. The project has two parts, first, a conceptual essay and second, teaching guidelines based on arts and crafts, linked to the themes of Líf á Landi. The thematic work builds on the visual arts, woodcrafts and textiles.
  In the conceptual essay the writings of John Dewey on the importance of the relationship between experience and learning are presented, as well as the ideas of Elliot Eisner on perception and learning. The effect of visual arts and aesthetics are discussed in the context of teaching. Place-based teaching and socially oriented teaching are also reviewed. The role of the teacher and the students are examined from the point of view of the individual, cooperation and the responsibility of students for their own learning in relation to differentiation and multiculturalism in schools.
  The thematic materials are intended for science and arts and crafts teachers aiming at an integrated approach. The materials are also linked to policies in the new curriculum with regard to a holistic view of the schoolwork and six fundamental concerns in education. There is also an emphasis on local studies, environmental education and nature conservation. The materials should support learners in developing a holistic understanding as topics in science and the environment are studied with artistic methods and creativity. This holistic and integrated approach should create opportunities for learners to experience their own environment as well as social responsibility. Not least, these thematic materials should increase the capacity of the teacher to point out to learners the importance of the arts as an effective media in society and how they can use their own creativity for the good of nature and society.
  It should be considered that although the teaching material presented in this project were prepared for middle grade learners, they are flexible and those who use them should adapt them to the age and subjects of students in place and time.

Styrktaraðili: 
 • Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar
Samþykkt: 
 • 25.7.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líf og list á landi.pdf8.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna