en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1608

Title: 
  • Title is in Icelandic Íþróttir barna og unglinga í dagblöðum
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari rannsókn var borin saman umfjöllun um íþróttir barna og unglinga í Morgunblaðinu, Degi og Vikudegi á tveimur ólíkum tímum. Í heild voru skoðuð 16 blöð sem innihéldu 316 greinar um íþróttir, annars vegar árið 1985 og hins vegar árið 2007. Það var kannað hvort minna sé fjallað um íþróttir barna og unglinga árið 2007 en var árið 1985, auk þess var rýnt í fréttirnar sjálfar og skoðað hvort munur væri þar á. Margar rannsóknir hafa verið gerðar í tengslum við íþróttir og fjölmiðla annars vegar og íþróttir barna hins vegar. Engin rannsókn hefur þó svo kunnugt sé verið gerð á íþróttaumfjöllun barna í fjölmiðlum og er það megin ástæðan fyrir þessari rannsókn. Æskilegt væri að hafa fleiri tölublöð í úrtaki við gerð svona rannsóknar til þess að auka alhæfingargildi niðurstaðnanna. Þrátt fyrir það var gengið út frá því í þessari rannsókn að þessar 316 greinar gefi einhverja mynd af þeim breytingum sem orðið hafa á því tímabili sem til skoðunar er. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu fram á að héraðsfréttamiðlarnir sinna íþróttum barna betur en landsfréttamiðlarnir auk þess sem meira var fjallað um börn á níunda áratugnum en gert er í dag. Umfjöllun um stráka er meiri en um stelpur og helst það í hendur við hlutfall fullorðna. Að síðustu sýndu niðurstöður að boltaíþróttum barna er gerð betur skil en öðrum íþróttum.

Accepted: 
  • Jul 9, 2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1608


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Íþróttir barna og unglinga í fjölmiðlum.pdf550.65 kBOpenÍþróttir barna og unglinga í fjölmiðlum - heildPDFView/Open