is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16105

Titill: 
  • Samanburður á undirbúningi Nýja Landspítalans við norskar lágmarkskröfur til stórra mannvirkja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Það er ekki á hverjum degi sem ákvörðun er tekin um að fara í stórframkvæmdir hér á landi. Ákvörðun hefur þó verið tekin um að fara í byggingu á nýjum Landspítala við Hringbraut. Sagan segir okkur það að verkefni hér á landi fari oft á tíðum framúr kostnaðar- og tímaáætlunum, því er mikilvægt að vel sé staðið að stórframkvæmd sem þessari.
    Í þessari rannsókn var skoðað hvernig staðið var að undirbúningi Nýja Landspítalans samanborið við lágmarkskröfur (QA) sem eru notaðar í Noregi. En Noregur er eitt af þeim löndum sem Ísland vill bera sig við. Rannsóknin er eigindleg sem þýðir að skoðaðar voru aðferðir sem notaðar voru og lagt mat á hversu góðar þær eru. Skoðaðar voru átta skýrslur sem skrifaðar hafa verið um og fyrir Nýja Landspítalann, var þeim skipt upp í tvo flokka, þ.e skýrslur sem falla undir ábyrgð ráðuneyta og ábyrgð ráðgjafa.
    Rannsóknin leiddi það í ljós að mismunur er á því hvernig staðið var að undirbúningi Nýja Landspítalans miðað við aðferðir Norðmanna. Má þar helst nefna aðkomu utanaðkomandi ráðgjafa að verkefninu. En mun meiri áhersla er lögð á innkomu þeirra í Noregi en hér á landi. Hér er því tækifæri fyrir íslenska ríkið að gera betur

Samþykkt: 
  • 7.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Quality Assurance loka - Anna María.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna