is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16112

Titill: 
  • Að mæla hið ómælanlega : greining á árangursstjórnunarsamningum mennta- og menningarmálaráðuneytisins við opinberar menningarstofnanir frá 1999 til 2014
  • Titill er á ensku Measuring the unmeasurable : analysis of performance measurement contracts between the Ministry of Education, Cultur and Science and public cultural institutions in Iceland 1999 - 2014
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skilgreiningar á árangri lista- og menningarstofnana, leitin að mælikvörðum sem styðja kjarnastarfsemi þeirra og innleiðing slíkra mælinga, er margslungið og torsótt ferli þar sem ólík sjónarmið, óljósar skilgreiningar og mismunandi hagsmunir takast á. Í þessari rannsókn eru vegnir og metnir kostir og gallar árangursmælinga í rekstri opinberra menningarstofnana og notkunn þessara mælinga útfrá nýjum erlendum og innlendum rannsóknum. Árangurstjórnunarsamningar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert við 14 menningarstofnanir á tímabilinu 1999 – 2012 eru greindir. Þrjár kynslóðir samninga þessa tímabils eru skoðaðir, út frá orðfæri settum markmiðum og mælikvörðum. Markmið og mælikvarðar nýjustu samninganna eru tengd saman og ályktanir dregnar um áframhaldandi þróun slíkra samninga. Mælikvarðar sem notaðir eru í árangursstjórnunarsamningunum mæla helst afleitt virði starfsins samkvæmt skilgreiningu Holdens á menningarlegu virði, en í mun minna mæli innra virði og stofnanalegt virði. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að orðfæri hverrar kynslóðar þessara samninga beri sterkan keim af stefnumótunarskjölum hins opinbera hverju sinni og að notagildi þeirra sé óljóst vegna ómarkvissrar markmiðasetningar. Mögulega hefur ekki verið hugað nægjanlega að tengingu markmiða við mælikvarða og því að markmiðin séu raunhæf. Útfrá þróun samninganna frá 1999 og með hliðsjón af nýjum rannsóknum er dregin sú ályktun að form þeirra henti hvorugum samningsaðila eigi þeir að nýtast sem virkt stjórntæki til stefnumótunar. Með heildrænni nálgun þurfa báðir samningsaðilar að leggja aukna áherslu á sjálfsmat og aðkomu fleiri aðila að því. Í nýjustu samningunum er jákvæð þróun í átt að þess konar nálgun en aukin stýring innihalds getur haft neikvæð áhrif á sjálfstæði stofnunar. Eigi árangursstjórnunarsamningar að geta stuðlað að listrænum lífvænleika stofnanna og styrkt þær í kjarnastarsemi sinni, þarf að gæta betur að markvissri hugtakanotkun og því að sett markmið séu tengd mælikvörðum. Ennfremur er nauðsynlegt að hlúa að hæfni stofnanna til merkingarbærs sjálfsmats á árangri sínum þar sem stuðst er við ólík sjónarmið á gildi og hlutverk menningarstarfsins sjálfs.

  • Performance indicators of arts and cultural institutions, as well as the search for measures that support their core competencies and the implementation of such measurements is a complex and difficult process in which different perspectives, vague definitions and different interests clash. This dissertation evaluates the pros and cons of operational performance measurement of public cultural institutions and the use of measurements. This paper analyses the 14 Performance Management Contracts that the Ministry of Education and Culture and cultural institutions made in the period 1999 to 2012. Three generations of contracts are examined, especially focusing on the vocabulary, goals and performance measurement indicators. The goals and PMIs of the newest contracts are linked together and conclusions drawn for the purpose of the betterment and continued development of said contracts. The criteria used in the contracts mostly measure derived value according to Holdens’s threefold approach to cultural value but to a much lesser extent the intrinsic and institutional value. The main conclusion is that each generation of contract is strongly influenced by public policy of the time they are written and that their benefits are unclear due to unclear purpose. The sometimes unrealistic goals and the performance measurement indicators is not overall consistent. Based on the development of the contracts from 1999, and taking into account recent research, it is concluded that the form of the contracts suits neither party as an effective instrument. With a more holistic approach both parties should focus on self-assessment and the involvement of other stakeholders. In the newest contracts a positive development towards that approach can be seen, but the increased specific content requirements could affect the instituitions’ independence. If the contracts are to contribute to the artistic vibrancy of the institutions, and strengthen their core activities, a more careful approach has to be taken towards a more focused goal setting, the use of terminology and the connection between goals and their measurements. Furthermore, it is necessary to foster the ability of institutions to meaningfully self-assess their performance based on different perspectives on the value and role of the cultural activity itself

Athugasemdir: 
  • Fylgiskjöl ritgerðarinnar eru lokuð til júní 2020
Samþykkt: 
  • 8.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steinunn_Þórhallsdóttir_MA_Bifrost_vor_2013.pdf2.58 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Viðauki_-_Skjal_1_(2012-2014).pdf1.44 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Viðauki_-_Skjal_2_(2005-2010).pdf21.31 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Viðauki_-_Skjal_3_(2000-2002).pdf10.85 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna