is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16113

Titill: 
 • Borgarbúskapur í fjölbýlishúsagörðum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um borgarbúskap (e. urban agriculture) í fjölbýlishúsagörðum.
  Reykjavík er ekki þéttbyggð og hefur tiltölulega stór svæði sem eru grasblettir og græn svæði. Sum þessara svæða eru garðar fjölbýlishúsa sem byggð voru í kringum sjöunda áratug síðustu aldar. Vitað er að borgarbúskapur getur stuðlað að bættri lýðheilsu og ýmiss konar umhverfis- og samfélagsbótum. Einnig hefur sannast að hann er efnahagslega raunhæfur kostur sem hjálpar borgum að verða sjálfbærari.
  Markmiðið með rannsókninni, sem þessi ritgerð fjallar um, er í fyrsta lagi að greina ávinning og hindranir borgarbúskapar og tengja við matvælakerfið og skipulag borga. Í öðru lagi að skoða mismunandi fjölbýlishúsasvæði innan Reykjavíkur og mæla stærðir fjölbýlishúsagarða og áætla ræktunarrými. Í þriðja lagi að kanna núverandi notkun íbúa á fjölbýlishúsagarðinum og viðhorf þeirra gagnvart því að nýta garðinn undir matjurtaræktun. Auk þess er athugað hvort íbúar eru tilbúnir að leggja fjármagn í garðrækt og hvort þeir eru tilbúnir að leigja út garðinn til þeirra sem hafa áhuga á borgarbúskap.
  Fræðilegar heimildir voru skoðaðar ásamt því að tvö viðtöl voru tekin. Síðan voru 9 svæði valin í jafnmörgum hverfum Reykjavíkur og stærð garðana mæld og stærð ræktunarrýmis áætluð. Spurningalisti var borinn út í 450 íbúðir á svæðunum og niðurstöður könnunarinnar greindar.
  Margs konar ávinning er hægt ná fram með borgarbúskap en hann hefur einnig sínar hindranir. Matvælakerfið myndi verða fyrir nokkrum áhrifum ef borgarbúskapur eykst og þá er hægt að fullyrða að það væri sjálfbærara. Mælingarnar sýna að fjölbýlishúsagarðarnir eru rúmgóðir og hver íbúð hefur frá tæpum 40 m2 og allt upp í rúma 100 m2 eftir því hvar hún er staðsett í borginni. Könnunin gefur vísbendingar um að fjölbýlishúsagarðarnir eru oftar en ekki mjög lítið notaðir ásamt því að þátttakendurnir voru frekar áhugasamir að taka þátt í matjurtaræktun í garðinum. Þátttakendurnir voru einnig áhugasamir um að leggja fé í matjurtaræktun en ekki eins áhugasamir um að leigja garðinn út til þeirra sem hefðu áhuga á ræktun.

 • Útdráttur er á ensku

  The paper is about urban agriculture in apartment building’s lawns.
  Reykjavík is not a densely built city and has relatively large areas of lawns and green spaces. Some of these lawns belong to apartment buildings that were built in the modernist era around the 60’s. Urban agriculture is known to promote public health, ecological benefits and social equity. It has also proven to be economically viable and it may help cities become more sustainable.
  The objective of this research was first of all to identify the benefits as well as the obstacles of urban agriculture and connect that to the food system and the planning of cities. Secondly to examine different areas of apartment buildings inside Reykjavík and measure their size and the possible area for cultivation. Thirdly to investigate the actual usage of apartment building’s lawns and if the residents of the buildings were interested in using it for urban agriculture. Among other objectives were to find out if the residents were willing to crowd-source farming projects or if they were interested in renting out the lawn for such a project.
  Scholarly sources were reviewed and two interviews were conducted. Then nine areas were chosen in different neighborhoods/districts of Reykjavík and the size of the lawns were measured and the possible cultivation area estimated. A questionnaire were carried out to 450 apartments homes and the outcome analysed.
  Benefits of urban agriculture are of different kinds but there are also few obstacles. The food system gets affected by increased urban agriculture and most notably more sustainable. The measurements shows that the lawns are large and each apartment home has from close to 40 m2 to more than 100 m2 all based on location. The research suggests that these areas are indeed underused by most residents. Also that many of those who participated were enthusiastic about urban agriculture. The participates were also interested to crowd-source but less interested to rent out the garden.

Samþykkt: 
 • 8.8.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16113


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc_Verkefni_Arnthor_2013-6-11skemman.pdf12.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna