is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn í Reykjavík > Tækni- og verkfræðideild > MEd / MPM / MSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16115

Titill: 
  • Göngugötur í miðbæjum : Laugavegur - Bankastræti - Skólavörðustígur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Neikvæð áhrif einkabílsins á lífsgæði í borgum eru meðal annars fyrirferð kyrrstæðra bíla, hávaði, titringur, loftmengun og lítið pláss fyrir opin rými að dveljast á. Með því að fjarlægja bílinn úr umhverfinu í borgarmiðjum og breyta götum í göngugötur, má bæta þar lífsgæði og aðstæður fyrir verslun og þjónustu. Íbúar Reykjavíkur hafa sýnt áhuga á því að breyta hluta gatna í miðborginni í göngugötur og slíkar breytingar hafa reynst vel erlendis. Megintilgangur þessa verkefnis er að kanna hvaða áhrif breyting neðri hluta Laugavegar, Bankastrætis og neðsta hluta Skólavörðustígs [LBS] í göngugötur myndi hafa umferðarlega séð. Slík rannsókn er mikilvæg til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvort breytingarnar myndu hafa jákvæð áhrif út frá umferðarlegu sjónarmiði. Verkefnið nálgaðist tilganginn með þremur rannsóknarmarkmiðum: Fyrst með því að greina hvað gerir miðbæ gönguvænlegan og meta á gagnrýninn hátt hverjar núverandi aðstæður LBS svæðisins eru; í öðru lagi að kannað hvort og þá hvaða munur yrði á aðgengi og öryggi LBS við breytingu þeirra í göngugötur; og í þriðja lagi að athuga hvort LBS skipti máli í umferðarlegu samhengi. Niðurstöðurnar undirstrika að aðlaðandi og lifandi göturými eru mikilvæg eigi göturnar að draga að sér gangandi vegfarendur og fá þá til að dvelja þar. LBS býr yfir mörgum eiginleikum gönguvænlegs svæðis en ýmislegt vantar þó upp á. Ber þar helst að nefna hve þröngt er fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur gatnanna við núverandi fyrirkomulag og þeir ná ekki að njóta umhverfisins til fullnustu vegna fyrirferðar bíla. Við breytingu LBS í göngugötur myndi aðgengi og öryggi í götunum batna til muna. LBS virðist ekki skipta máli í umferðarlegu samhengi fyrir þá gesti sem sækja í þjónustu á LBS og koma á einkabíl. Breyting LBS í göngugötur yrði því jákvæð út frá umferðarlegu sjónarmiði.

Samþykkt: 
  • 8.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gongugotur i midbaejum - Eva Thrastardottir.pdf3.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna