is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16121

Titill: 
  • Hafa íslenskir kjólameistarar sniðið sér stakk eftir vexti?
  • Titill er á ensku Have Icelandic dressmakers cut their coat according to their cloth?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn var að komast að því hvað réði helst vali fólks þegar það ákvað að stunda nám í kjólasaumi. Einkum var horft til þess að skoða hvort fólk legði stund á þetta nám því það hefði brennandi áhuga á að skapa og stunda verknám, eða hvort þættir eins og atvinnu og tekjumöguleikar, að námi loknu, hefðu frekar áhrif á námsvalið. Einnig var lögð áhersla á að greina hvort útskrifaðir meistarar og sveinar væru að starfa við iðn sína og viðhorf þeirra til gæða námsins voru metin.
    Þýðið í þessari rannsókn var tæplega tvö hundruð manns og var rafræn spurningakönnun lögð fyrir þýðið dagana 27.mars – 3. apríl 2012 og einnig voru viðtöl tekin við átta einstaklinga. Með viðtölunum var hægt að ná fram persónulegum skoðunum einstaklinga sem ekki er hægt að greina með spurningalistum eingöngu. Notast var við lýsandi tölfræði og krosskeyrslur þegar niðurstöður úr spurningkönnuninni voru greindar.
    Helstu niðurstöður sýna að flestir velja að stunda þetta nám vegna þess að þeir hafa áhuga fyrir því að skapa og vinna með höndunum. Þátttakendur telja gæði í verklega hluta námsins vera mikil en bæta þurfi vinnustaðaþjálfun. Rúmlega helmingur svarenda starfar við iðnina en 43,5% svarenda starfa ekki við hana. Flestir þeirra sem ekki starfa við iðnina hafa lokið öðru óskyldu námi. 33% svarenda hafa lokið iðnmeistararéttindum. Einungis lítill hluti af þeim kjólameisturum sem svöruðu könnuninni eru sjálfstætt starfandi. Hluti þeirra sem eru sjálfstætt starfandi eru einungis í hlutastarfi. Nokkuð er um að kjólameistarar hafi einnig kennsluréttindi og starfi við kennslu.

Samþykkt: 
  • 8.8.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal1912653359.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna