Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/16125
Ritgerðin gagnrýnir takmarkanir á réttaröryggi skattgreiðenda gagnvart lögbundnum skattmats- og skattlagningaraðferðum; ómálefnanlega skattframkvæmd og þá kröfu sem gera má til skattyfirvalda um skyldubundið mat þegar beitt er hinu svonefnda frjálsa mati innan matskenndra lagaákvæða. Í niðustöðuköflum er bent á að vönduð málsmeðferð sé eflaust til þess fallin að veita betra réttaröryggi heldur en lögbundnar reglur sökum þess að lögbundnar reglur geta sniðgengið þá grundvallarvernd sem málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga veita skattgreiðendum. Að mati höfundar er réttaröryggi skattgreiðenda betur varið innan hins frjálsa mats stjórnvalda, en lögbundinna skattasniðgöngureglna þrátt fyrir óræðni í lögum. Ágreiningsmál eru yfirleitt atviksbundin ræðst beiting matskenndra heimilda og skattasniðgöngusjónarmiða, af huglægri afstöðu, aðstæðum og atvikum hverju sinni og því getur verið varhugavert að lögbinda skattaðferðir sem ekki taka mið af ólíkum og fjölmörgum aðstæðum og staðfesta jafnvel ekki ríkjandi skattframkvæmd.
The thesis criticizes the limitations of the rule of law for taxpayers in regards to mandatory tax assessment and taxation processes; subjective tax administration and the assertion that tax authorities must have a legal frame to work within its discretionary decisioning. The thesis concludes that meticulous procedural rules are undoubtedly better suited than mandatory rules because such statutes may shun the basic protection that are otherwise applied by administrative procedural laws. In the author’s opinion, rule of law is better preserved in discretionary decisions over objective tax avoidance laws in spite of its uncertainty. Disputes are usually incident based, hence permitting discretionary decisions to apply tax law interpretation on a case by case basis rather than the inherit risk of limiting tax laws to a predetermined laws which don’t factor in unforeseeable circumstances which doesn’t even validate dominating taxation processes.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ml. Ritgerð SMJ Forsíða.pdf | 100,56 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
Ml. Ritgerð SMJ lokaeintak án forsíðu.pdf | 1,17 MB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
úrdráttur ML Sindri Mar Jonsson.pdf | 134,39 kB | Opinn | Útdráttur | Skoða/Opna |