is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16131

Titill: 
 • Fjármagnstekjuskattur : vandinn við afmörkun, afturvirkni og skattstofninn
 • Titill er á ensku Capital income tax : the issues of definition, retroactivity and the tax base
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í byrjun árs 1997 var tekinn upp sérstakur fjármagnstekjuskattur á eignatekjur einstaklinga á Íslandi.
  Með því var tekið upp tvíhliða skattkerfi einstaklinga hér á landi því atvinnutekjur voru skattlagðar með mun hærra hlutfalli. Upptaka fjármagnstekjuskattsins hafði tvíþættan tilgang. Annars vegar þann að skattleggja vaxtatekjur, sem voru skattfrjálsar fyrir, og hinsvegar þann að skattleggja allar aðrar fjármagnstekjur á svipaðan hátt. Var lagður 10% brúttóskattur á nafnvexti og skatthlutfall annarra
  fjármagnstekna lækkað til samræmis við það. Samhliða þessari breytingu voru felldir niður ýmsir frádráttarliðir frá skattskyldum fjármagnstekjum.
  Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á skatti á fjármagnstekjur frá upptöku hans, m.a. fyrir áhrif frá EES samningnum. Engin heildarendurskoðun hefur þó farið fram á lögum um skattlagningu
  fjármagnstekna. Í grunninn eru þau því eins og lagt var upp með í byrjun, þ.e. um er að ræða brúttóskatt sem m.a. er lagður á verðbótaþáttinn. Skatthlutfallið hefur samt tvöfaldast. Það er því tæpast lengur hægt að tala um lágt skatthlutfall eins og var í byrjun, sér í lagi í ljósi þess að skatturinn
  reiknast af nafnverðsávöxtun en ekki raunverðsávöxtun. Í ritgerðinni er fjallað um tildrögin að upptöku fjármagnstekjuskatts, greint frá upphaflegu lögunum, ásamt því hvernig þau hafa þróast og m.a. fjallað um helstu breytingar frá 1997. Þá er í meginmáli ritgerðarinnar fjallað um gildandi löggjöf.
  Í skýringarskyni er greint frá ýmsum úrskurðum yfirskattanefndar auk þess sem fjallað er um nokkra
  dóma Hæstaréttar. Markmiðið með ritgerðinni er að veita heildstætt yfirlit yfir skattlagningu fjármagnstekna, skoða hversu vel hefur tekist til með skattlagninguna og benda á helstu ágalla laganna. Skoðuð eru sérstaklega þrjú vandamál við fjármagnstekjuskatt er varða afmörkun, afturvirkni og
  skattstofninn, í samnefndum köflum. Í kaflanum um afmörkun er fjallað um afmörkun launatekna, fjármagnstekna og atvinnurekstrartekna í lögum um tekjuskatt. Gerð grein fyrir reglum um arð og dulinn arð. Jafnframt er gerð grein fyrir samningum um kauprétti og sölurétti. Þá er fjallað um
  nýlegan dóm Hæstaréttar um slíka samninga sem leysti úr ágreiningi um skattlagningu kaupréttarsamninga ef samhliða höfðu verið gerðir söluréttarsamningar milli starfsmanna og
  vinnuveitenda. Kaflinn um afturvirkni fjallar um bann við afturvirkni laga í stjórnarskránni og lagaskil í
  sambandi við fjármagnstekjuskatt. Auk ágreinings um skattlagningu vaxtatekna í tengslum við hækkun skatthlutfallsins. Ágreiningurinn varðaði skatthlutföll, þ.e. hvort gildandi skathlutfall kæmi á áunna vexti sem urðu greiðslukræfir síðar. Reifaður er fleiri en einn úrskurða yfirskattanefndar um það efni. Kaflinn um skattstofninn fjallar um nafnverðsskattlagningu og raunverðsskattlagningu.
  Skoðað er samspil vaxta og verðbólgu á ávöxtun. Skattstofninn er krufinn, sérstaklega vextir skv. skilgreiningu laga um tekjuskatt. Minnst er á mismunandi skattlagningu vaxtatekna, svo sem verðbréfa og hlutdeildarskírteina. Þá er fjallað um mismunandi reglur um frádrætti vegna taps eftir
  því hvort tekjurnar flokkast sem sala eigna eða vaxtatekjur. Loks er fjallað um ósanngjarna skattlagningu vaxta þar sem ekki má draga frá tap og kallað eftir breytingum í þeim efnum. Bent er á að grundvallarmunur sé á brúttóskattlagningu sem leyfir ekki frádrátt kostnaðar og því að heimila ekki frádrátt taps. Það síðarnefnda getur auðveldlega þýtt að fólk greiði fjármagnstekjuskatt þó hagnaður ársins sé enginn, sér í lagi eftir að skatthlutfallið tvöfaldaðist.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til 2040
Samþykkt: 
 • 8.8.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/16131


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leiðrétt_Lokaeintak_mastersritgerðar á Bifrost_9.april 2013_dags.11.04.13.pdf557.11 kBLokaður til...01.06.2040HeildartextiPDF